3.6 Notendur þurfa tíma
3.6.1 Tímastillingar
- Slökkva á. Notandi getur slökkt á tímafresti eða vinnulotu áður en hún hefst
- Stilla. Notanda er heimilt að stilla frest áður en vinnulota hefst sem er að minnsta kosti tíu sinnum lengri en sjálfgefin stilling
- Lengja. Notandi er varaður við áður en tíminn rennur út og getur fengið að minnsta kosti 20 sekúndur til að framlengja frest með einfaldri aðgerð. Notanda sé þá einnig heimilt að framlengja frest að minnsta kosti tíu sinnum
- Um er að ræða rauntíma. Tímalotan er ófrávíkjanleg, til dæmis þegar um er að ræða uppboð og þar með eiga ofangreind atriði ekki við
- Tímalotan er nauðsynleg. Lotan er nauðsynleg og að lengja hana myndi ógilda þá virkni sem boðið er upp á
- 20 tíma reglan. Frestur er lengri en 20 klst.
Stillingar fyrir notendur
Til að ná fram ofangreindum eiginleikum er hægt að bjóða notendum upp á ýmsar stillingar. Athugið eftirfarandi atriði:
Stilla hak á síðu sem virki þannig að notanda sé heimilt að framlengja lotu. Þetta er gert fyrir einstaklinga sem vinna ekki jafn hratt og aðrir og þurfa nauðsynlega lengri frest til að vinna á opinberum vefjum.
Birta tilkynningu til notanda þegar tími er að renna út og gera honum kleift að framlengja tíma sinn. Þessi aðferð gerir það einnig að verkum að ef notandi er farinn frá tölvunni þá rennur lotan út og tryggt er að aðrir sem gætu komist að tölvunni nái ekki að vinna í nafni notanda.
Stöðva virkni sem hreyfist, blikkar eða skrunar
Hér er um að ræða viðmið sem gerir notanda kleift að slökkva á efni sem hreyfist (til dæmis borðar), blikkar eða skrunar (e. scrolling information) á síðu sem uppfyllir eitt eða fleiri af eftirtöldum atriðum: (1) Upplýsingar hefjast sjálfkrafa, (2) taka meira en fimm sekúndur og (3) er kynnt samhliða öðru efni.
Notendur þurfa að hafa aðgang að tækni sem stöðvar, setur á hlé eða felur efni sem hreyfist eða blikkar nema að efnið sé talið nauðsynlegt. Einnig þarf að vera til staðar tækni sem gerir notendum kleift að leyfa efnisveitunni að fara aftur af stað.
Ítarefni
Vefhandbókin - Aðgengi og nytsemi
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.