Hoppa yfir valmynd

4. Notagildi og innihald

Strax við hönnun vefs þurfa að liggja fyrir mótaðar hugmyndir um efni hans og innihald. Óráðlegt er að flytja efni af eldri vef beint á þann nýja án þess að leggja mat á hvort ástæða sé til að flytja það yfir eða rýna það. Skilgreina þarf ábyrgðaraðila efnis og gera áætlun um skil á því. Þegar um nýja þjónustu er að ræða af hálfu stofnunar er sérstaklega mikilvægt að byrja að huga að skrifum fyrir vefinn snemma í vefþróunarferlinu svo allt sé tilbúið á sama tíma.

Að lokinni þróun, hönnun og uppsetningu þjónustunnar er næsta skref að setja efni á vefinn og tryggja að texta verði haldið við með uppfærslum og öðru nauðsynlegu viðhaldi. 

Skrif fyrir vefinn geta verið seinleg vinna því oft þurfa margir aðilar að koma að borðinu, stjórnendur og ábyrgðarmenn vefsins þurfa að samþykkja efnistök og framsetningu á efni.

Í kaflanum er fjallað um notagildi vefja. Þjónustuna þarf að vera auðvelt að finna. Mikilvægt er að tileinka sér góðar vinnureglur sem tengjast sérstaklega leiðarkerfi síðunnar sem er einn mikilvægasti hluti þjónustunnar til að notendur átti sig á hvernig nálgast megi ólíka vefflokka og þá þjónustu sem þar er að finna.

Í þessum kafla er enn fremur fjallað um góð fyrir skrif á vefinn og hvernig notendur lesa á vef. Einnig um nauðsyn þess að ritstjórn sé markviss og að ábyrgðarmenn séu skilgreindir. Í sérstökum kafla um innihald er fjallað um hvaða grunnupplýsingar sé nauðsynlegt að hafa á vefjum opinberra aðila.

  Var efnið hjálplegt?Nei
  Takk fyrir

  Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

  Af hverju ekki?

  Hafa samband

  Ábending / fyrirspurn
  Ruslvörn
  Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

  Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira