Hoppa yfir valmynd

4.2 Innihald

4.2.1 Staðsetning, sími og netfang

Í könnun á opinberum vefjum er spurt hvort hægt sé að sjá hvar stofnunin er til húsa, síma og netfang.

Sú hefð hefur skapast í uppsetningu á vefsvæðum að setja upplýsingar um staðsetningu stofnunarinnar, síma og netfang neðst á hverja síðu. Þannig eru þær alltaf aðgengilegar notendum.

Einnig er skynsamlegt að birta upplýsingar um staðsetningu stofnunarinnar í vefflokki og má sjá slíka flokka víða undir heitinu „Afgreiðsla“. Þar má setja inn fleiri upplýsingar en í fót eins og kort sem sýnir staðsetningu stofnunarinnar og frekari upplýsingar um afgreiðslutíma.

4.2.2 Hlutverk og viðfangsefni


Í könnuninni er spurt hvort hægt sé að sjá hver séu helstu viðfangsefni stofnunar.
Stigagjöf: 0=nei, 1=já.
 
Stofnanir
Hlutverk eða viðfangsefni stofnunar er iðulega skilgreint í lögum en það er gott ráð að birta samantekt sem er skrifuð á óformlegri hátt en gert er í lögum og reglugerðum. Þó er rétt að tengja í lög og reglugerðir ef notendur vilja kynna sér lagagrundvöll stofnunarinnar.

Leitast má við að svara eftirfarandi spurningum fyrir notendur:

  • Hvaða ráðgjöf eða þjónustu veitir stofnunin almenningi, atvinnulífi eða öðrum stofnunum?
  • Sinnir stofnunin rannsóknum og hvernig eru þær aðgengilegar áhugasömum?
  • Hvaða sérþekking liggur innan stofnunarinnar?

Sveitarfélög

Hlutverk sveitarfélaga er að veita almenna samfélagsþjónustu. Sjálfsagt er að útlista viðfangsefni og vísa til einstakra þjónustustofnana á vegum sveitarfélagsins.

  • Rekstur leikskóla, tónlistarskóla og grunnskóla.
  • Veita íbúum félagsþjónustu.
  • Liðveisla fyrir fatlað fólk.

Dæmi

Þjónusta Veðurstofu Íslands

4.2.3 Lög, reglugerðir, stefnur og markmið


Í könnuninni er annars vegar spurt hvort hægt sé að skoða lög og reglugerðir og hins vegar um stefnur stofnunar og markmið/samþykktir.
Stigagjöf: 0=nei, 1=já, fyrir hvorn þátt fyrir sig, það er tvö sig mest.
 

Notendur þurfa að hafa gott aðgengi að lögum og reglugerðum á því sviði sem stofnunin starfar eftir. Margar stofnanir setja sér stefnu sem skilgreinir nánar hvernig hún ætlar sér að ná ákveðnum markmiðum í starfsemi sinni og hvaða aðgerðum hún beitir til þess.

Þessar upplýsingar er rétt að gera aðgengilegar notendum í sérstökum efnisflokki á vefnum.

4.2.4 Fjármál

Í könnuninni er spurt hvort hægt sé að skoða fjármálalegar upplýsingar, svo sem ársskýrslur, ársreikninga og fjárhagsáætlanir.

Stigagjöf: 0=nei, 1=já.

Mikilvægt er að miðla upplýsingum um fjármál til að auka gagnsæi og þar með möguleika borgaranna og mismunandi hagsmunaaðila til að geta fylgst með athöfnum stjórnvalda í fjármálum. Með fjármálalegum upplýsingum er hér m.a. átt við:

  • Ársskýrslur
  • Ársreikninga
  • Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga


4.2.5 Tenglar

Með því að birta lista yfir tengdar stofnanir og vefi má auðvelda notendum að sækja sér opinbera þjónustu.

4.2.6 Starfsfólk


Í könnuninni er spurt hvort hægt sé að fá upplýsingar um tengiliði, deildir eða starfsfólk.
Stigagjöf: 0=nei, 1=já, að hluta, 2=já
 
Með því að birta lista yfir starfsfólk og tengiliði stofnunar er notendum gert auðveldara að hafa samband við rétta aðila.

4.2.7 Fundargerðir


Í könnuninni er spurt hvort hægt sé að skoða fundargerðir. Á aðeins við um sveitarfélög.
Stigagjöf: 0=nei, 1=já, að hluta, 2=já.
 
Hjá sveitarfélögum starfa fjölmargar nefndir. Fundargerðir frá fundum sveitarstjórna, bæjarráðs og ýmissa nefnda á vegum sveitarfélags er æskilegt að birta á vefnum. Þetta á einnig við um allar samþykktir.

4.2.8 Tungumál


Í könnuninni er spurt hvort vefurinn sé á fleiri en einu tungumáli.
Stigagjöf: 0=nei, 1=já, aðeins forsíða (eins síða), 2=já, meira en aðeins forsíða.
 
Með því að hafa vefsíðuna á öðrum tungumálum er leitast við að veita erlendum borgurum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Þýða má helstu upplýsingar af íslenskum vefjum og birta á viðeigandi tungumálum.
 
Gott er að setja tengla sem vísa á texta á útlendum tungumálum á viðeigandi staði, til dæmis „suomeksi“, „på svenska“ og „in English“.

4.2.9 Skipurit

Í könnuninni er spurt hvort hægt sé að skoða skipurit stofnunarinnar.

Stigagjöf: 0=nei, 1=já.

Þegar skipurit stofnunarinnar er birt á vefnum þarf að tryggja að það sé öllum aðgengilegt, að ekki þurfi sérstakt forrit til að opna það heldur að hægt sé að skoða það í vafra.

Ef skipurit eru sett inn sem mynd þarf að ganga úr skugga um að þeim fylgi skýringartexti þannig að notendur sem styðjast við skjálesara fái lesnar upp viðeigandi upplýsingar með myndinni.

4.2.10 Laus störf

 

Í könnuninni er spurt hvort hægt sé að skoða laus störf.

Stigagjöf: 0=nei, 1=já.
 
Árlega eru auglýst tæplega tvö þúsund störf hjá ríkinu og mikill fjöldi áhugasamra einstaklinga koma á vefi stofnana til að skoða atvinnuauglýsingar. Með því að birta sérflokk þar sem safnað er saman auglýstum störfum er fólki gert auðveldara fyrir að leita eftir nýjum starfsmöguleikum.

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira