Hoppa yfir valmynd

4.3 Notagildi

4.3.1 Breidd síðna og lengd

Það er mjög misjafnt hvaða skjáupplausn notendur hafa í sínum tölvum. Þess vegna er mikilvægt að aðlaga síðuna sem best að mismunandi upplausnum. Mælt er með því að hanna vefinn þannig að hann lagi sig að skjástærð notenda eins og fjallað er um í kafla 2.

Dæmi:

Ítarefni

Web Developer toolbar fyrir Mozilla Firefox - viðbót við vafra sem gerir hönnuðum mögulegt að breyta upplausn.

Web Accessibility toolbar fyrir Microsoft Explorer - viðbót við vafra sem gerir hönnuðum mögulegt að breyta upplausn.

4.3.2 Stoðflokkar

Stoðflokkar eru nokkuð frábrugðnir öðrum vefflokkum sem ætlað er að koma á framfæri efni til notenda. Eins og nafnið gefur til kynna er tilgangur þeirra almenn aðstoð við notendur til að nýta sér vefinn.

Þannig er hentugt fyrir notendur að geta sent fyrirspurnir beint frá öðrum síðum en forsíðunni. Einnig er algjört skilyrði að leitarvél sé á öllum síðum með tengil í ítarleit þar sem hægt er að leita í sérstökum efnisflokkum eða takmarka leit á annan máta.

Nokkrar aðferðir má nota til að koma þessum vefsíðum á framfæri en mælt er með því að stoðflokkarnir séu staðsettir í leiðarkerfi vefsíðunnar.

Stoðflokkar sem gæti verið gott að hafa aðgengilega frá öllum síðum

  • Upplýsingar um vefinn og ábyrgðaraðila
  • Fyrirspurnir
  • Staðsetning stofnunar
  • Veftré
  • Önnur tungumál
  • Leitarvél

Misjafnt getur verið milli stofnana hvað teljast lykilsíður í þessu samhengi, til dæmis er ekki mikil þörf á ítarlegri „hjálp“ nema með gagnvirkum eyðublöðum og ítarleit.

4.3.3 Fletting efnis

Er hægt að fletta í efni sem geymt er í gagnagrunni, eða með öðrum orðum: Er skoðun efnis óbundin leit með leitarvél?

Ef efni er aðeins birt sem niðurstaða út frá leitarorðum takmarkar það mjög birtingu efnisins gagnvart vefskriðlum (e. web-crawler). Þetta á jafnt við um vefsöfnun Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Google leitarvélina.

Þá getur það hentað sumum að leita að efni með því að fletta eftir tilteknum eiginleikum fremur en að slá inn leitarorð.

Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar kemur að viðbótarvirkni á borð við dagatöl sem oft er hægt að setja sem viðbót (e. plugin) við vefumsjónarkerfi. Með slíkri virkni er til dæmis hægt að halda vel utan um viðburði í viðburðadagatali. Aftur á móti skapast vandi ef viðbótin framkallar sjálfkrafa hlekk á færslu fyrir hverja dagsetningu án þess að hún innihaldi endilega nokkurn viðburð. Í slíkum tilvikum verður til fjöldi tengla í yfirlitssíðu, jafnvel á forsíðu, á síður með dagsetningum sem hafa ekkert efnislegt innihald. Slíkt getur torveldað aðgengi bæði fyrir fatlaða einstaklinga sem og vefsöfnun.
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira