Hoppa yfir valmynd

4.6 Prentun á vefnum og ytri skrár

4.6.1 Prentvænt efni

Með notkun CSS-stílsniða er auðvelt að ákveða hvaða hluta vefsins má gera prentvænan fyrir notendur.

Prentvæn útgáfa í gegnum stílsnið er gerð með því að hafa tvö stílsnið. Þegar notendur smella á tengil sem heitir „prentvæn útgáfa“ kallar vafrinn á annað stílsnið sem útilokar framsetningu og gefur textanum frjálst flæði til að aðlagast að A4 síðum sem flestir nota.

Ef útlit síðunnar er skilgreint í meira en 700 punkta upplausn og ekki er gert ráð fyrir sérstöku stílsniði fyrir útprentun er næsta víst að hluti vefsíðunnar prentist ekki þegar notendur þurfa á því að halda.

 Efni prentað af opinberum vefjum ætti því ekki að vera í útliti vefjanna. Leiðakerfi og annarri grafískri uppsetningu er sleppt. Hins vegar ættu eftirfarandi upplýsingar að koma fram:

  1. Hvaða opinberi aðili ber ábyrgð á þeim upplýsingum sem prentaðar eru út.
  2. Neðst á hverri síðu ætti að birta upplýsingar um hvar efnið er að finna á vefnum, til dæmis með slóð eða birta svokallaða brauðmolaslóð (e. breadcrumb trail) til að auðvelda notendum ef vefslóðin er flókin.
  3. Upplýsingar ættu að vera dagsettar en flestir vafrar prenta upplýsingar um hvenær efnið er prentað.

4.6.2 Meðferð ytri skráa og skjalastjórnun

Þegar tengt er á ytri skrár er góð regla að nefna skrárnar lýsandi nöfnum. Notendur sem hlaða niður skjölum með óskiljanlegu heiti geta lent í vandræðum með að finna skrána.

Eftirfarandi er gott að hafa að leiðarljósi:

  1. Ekki skilja eftir eyður í skráarnöfnum, skiljið á milli orða með bandstriki.
  2. Ekki nota undirstrik „_“, notið bandstrik „-“.
  3. Ekki nota íslenska stafi í skráarheitum.

Dæmigert skráarheiti
Margar stofnanir gefa út bæklinga eða fréttabréf á vefnum. Fyrir fréttabréf er eftirfarandi skráarheiti lýsandi fyrir áðurnefndar vinnureglur:

frettabref-2008-2.pdf

Hér væri verið að vísa til 2. tölublaðs af fréttabréfi frá árinu 2008.

Skjalastjórnun
Ganga þarf úr skugga um að tengingar haldist réttar þegar eyðublöð og skjöl eru uppfærð í nýrri útgáfur. Ef það er ekki gert er líklegt að tengingar frá öðrum aðilum skili villuskilaboðum til notenda. Með því að eyða út eldra efni er einnig tryggt að nýjustu upplýsingar séu aðgengilegar hverju sinni og að notendur eigi ekki á hættu að nýta sér úrelt efni.

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira