Hoppa yfir valmynd

5. Lýðræðisleg virkni

Í þessum kafla er fjallað um lýðræðislega virkni á opinberum vefjum og hvernig megi nota vefi stofnana til að auka aðkomu almennings að opinberri stefnumótun og til undirbúnings ákvarðanatöku. Lýðræðisleg virkni felur í sér að almenningur geti með einum eða öðrum hætti átt í opnum og gagnsæjum samskiptum við ráðuneyti, stofnanir eða sveitarfélög.

Með lýðræðislegri virkni er átt við samskipti í báðar áttir, stofnanir hlusta ekki eingöngu á íbúa heldur taka þátt í samræðum eftir því sem við á og fara skipulega yfir tillögur og taka tillit til þeirra eins og kostur er. Þróun á þessu sviði er í alþjóðlegu samhengi vel merkjanleg. Í þessum kafla er fjallað um alþjóðlegar mælingar á lýðræðisþátttöku á netinu og síðast en ekki síst hvaða aðferðir eru til þess fallnar að stuðla að lýðræðisþátttöku.

Einnig er vikið að notkun og viðveru stofnana á samfélagsmiðlum eins og til að mynda Facebook og Twitter. Leitast er við að aðstoða stofnanir og sveitarfélög við að stíga sín fyrstu skref, móta stefnu og setja sér markmið. Þá eru ýmis ráð gefin um hvernig eigi að mæla árangur, miðla efni og hlusta á raddir borgaranna í gegnum samfélagsmiðla.

Það eru mörg tækifæri fyrir opinbera aðila að taka þátt á þessum vettvangi og sjálfsagt að gera tilraunir og sjá hvaða miðill hentar. Til lengri tíma litið er þó mikilvægast fyrir stofnanir og sveitarfélög að koma á föstum grundvelli fyrir verkefni af þessu tagi, úthluta verkefnum sem tengjast lýðræðisþátttöku til starfsmanna sem hafa tíma og umboð til að helga sig þeim.

Í könnun á opinberum vefjum er spurt hvort til staðar sé virkni sem styður við lýðræðislega þátttöku (rafrænt lýðræði). Átt er við virkni sem felur í sér að notendum er boðið að tjá sig um málefni stofnunarinnar sem sérstaklega er í umræðunni hverju sinni, til dæmis breytingar á gjaldskrá, opnunartíma, lagafrumvörp, skipulagsmál eða stefnumarkandi ákvarðanatöku. 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira