Hoppa yfir valmynd

5.5 Íbúakosningar/netkosningar

5.5.1 Aukin aðkoma almennings að undirbúningi ákvarðanatöku

Í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 getur að líta talsverðar nýjungar um aðkomu íbúa að ákvarðanatöku. Í lögunum kemur meðal annars fram að tiltekinn hluti íbúa getur kallað eftir atkvæðagreiðslu um mál sem eru til umfjöllunar hjá sveitarstjórn.

Aukin aðkoma íbúa að ákvarðanatöku með kosningum mun verða að veruleika á næstu árum. Nokkur sveitarfélög hafa þegar átt frumkvæði að aukinni þátttöku íbúa í ákvarðanatöku með beinum kosningum og auknu samráði. Meðal annars má nefna að íbúakosningar fóru fram í Reykjavík í apríl 2012 þar sem kosið var um 180 smærri nýframkvæmdir í hverfum borgarinnar.

Áhugavert verður að fylgjast með þessari þróun á næstunni.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira