5.6 Minnislisti
5.6.1 Hvað ber að hafa í huga þegar innleiða á rafræna lýðræðisþátttöku?
- Hafa ber í huga að ekki hafa allir hópar samfélagsins jafnan aðgang að vefmiðlum og þess vegna ber að taka með ákveðnum fyrirvara umræðum á netinu sem geta einkennst af „einni“ rödd frekar en breiðri sátt.
- Í íbúakosningum þarf væntanlega enn um sinn að gefa íbúum færi á að kjósa með hefðbundnum hætti, það er að fá aðgengi að kjörklefa á skrifstofu sveitarstjórnar eða með því að senda „utankjörfundarseðil“.
- Góð kynning á lýðræðisþátttöku er nauðsynleg og líklega er auglýsingakostnaður vanmetinn oft og tíðum. Ef það er auglýst þarf að hafa í huga hver markhópurinn er.
- Kynningarmál. Samráð er til einskis ef þátttakan er engin. Fréttatilkynning frá ráðuneytinu, auglýsingar í útvarpi ásamt auglýsingum í prent- og netmiðlum eru nauðsynlegir þættir þegar samráðsferli er í uppsiglingu.
- Í árlegri könnun Sameinuðu þjóðanna um þátttöku almennings og aðkomu að ákvarðanatökuferlum er vakin athygli á því að nokkur lönd birta opinbera stefnu um að halda eigi úti samráði og lýðræðisþátttöku en gagnrýnt er að erfitt sé fyrir íbúa að taka þátt þegar á hólminn er komið. Hægt er að auðvelda fólki slíkt, meðal annars með því að halda úti miðlægri síðu sem heldur úti einhvers konar samráðsdagatali.
Vefhandbókin - Lýðræðisleg virkni
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.