Hoppa yfir valmynd

Grunngerð rafrænna viðskipta

Grunngerð rafrænna viðskipta stendur fyrir skilgreiningar á þeirri tækni sem rafræn viðskipti byggja á hvort sem um er að ræða viðskiptaskeyti, burðarlag, öryggismál, tengingu við fjárhagskerfi, vörulýsingar og fleira. Hér er að finna upplýsingar um þær tækninefndir sem eru starfandi eða hafa starfað að grunngerðinni, þær skilgreiningar (tækniforskriftir) sem hagsmunaaðilar hafa komið sér saman um og stoðskjöl sem hafa verið útbúin til stuðnings innleiðingu þeirra. Sérstakur kafli er um EDI sem er sú grunngerð sem rafræn viðskipti hafa byggt á í áratugi og að óbreyttu munu gera það áfram í meira eða minna mæli hjá þeim sem hafa fjárfest í þeirri tækni.

innleiding_umgjarda

Tækninefnd um grunngerð rafrænna viðskipta (GRV)

Tækninefnd um grunngerð rafrænna viðskipta hjá fagstaðlaráði Staðlaráðs í upplýsingatækni (FUT) vinnur að innleiðingu rafrænna viðskiptaskjala sem byggja á umgjörðum CEN BII. Tækninefndin hefur lokið við gerð tækniforskriftar um rafrænan reikning og undirbýr nú vinnu við næstu viðskiptaskjöl.

Formaður nefndarinnar er Bergþór Skúlason, Fjársýslunni og tengiliður er Guðmundur Valsson, Staðlaráði.

Tækniforskriftir útgefnar árið 2013

TS 139:2013 Rafrænn vörulisti

Útgáfudagur 30. september 2013

ZIP skjal inniheldur tækniforskrift í PDF skjali, tvö dæmi í XML skjölum, stílsnið í CSS skjali og LestuMig skjal. Einnig er hægt að panta prentaða útgáfu í Staðlabúð Staðlaráðs.

TS 138:2013 Rafræn pöntun BII03

Útgáfudagur 24. maí 2013:

ZIP skjal inniheldur tækniforskrift í PDF skjali, dæmi í XML skjali, stílsnið í CSS skjali og LestuMig skjal. Einnig er hægt að panta prentaða útgáfu í Staðlabúð Staðlaráðs.

TS 137:2013 Rafrænt reikningaferli BII05

Útgáfudagur 8. febrúar 2013

ZIP skjal. inniheldur tækniforskrift í PDF skjali, dæmi í XML skjali, stílsnið. í CSS skjal og LestuMig skjal.  Einnig hægt að panta prentaða útgáfu í Staðlabúð Staðlaráðs. 

TS 136:2013 Rafrænn reikningur BII04 

Útgáfudagur 8. febrúar 2013

ZIP skjal inniheldur tækniforskrift í PDF skjali, dæmi í XML skjali, stílsnið í CSS skjal og LestuMig skjal.   Einnig hægt að panta prentaða útgáfu í Staðlabúð Staðlaráðs. 

Sækja rafrænar tækniforskriftir

Eldri tækniforskriftir: 

  • TS 135:2009 Tækniforskrift um einfaldan rafrænan reikning - NES umgjörð 4 er fallin úr gildi.

Stoðskjöl

Stoðskjöl kallast það efni sem hér er að finna eru ábendingar og heilræði til þeirra sem hyggjast innleiða umgjörð 4, einfalda rafrænan reikning. Efnið skiptist í fjóra kafla, þ.e. burðarlag og öryggi; samtengingar við kerfi; vistun og lagaleg atriði. Eftir því sem tækniforskriftum fjölgar er fyrirséð að endurnýja þarf stuðningsefnið til að taka inn atriði sem varða innleiðingu nýju umgjarðanna.

Fjórar ritnefndir störfuðu að gerð eftirfarandi stoðskjala og studdust þær við tillögur Georgs Birgissonar, Eyk ehf., um efnistök.

Tækniforskriftir

TS146:2013 Innihald almennra rafrænna skilríkja

Útgáfudagur 25. október 2013
Tækniforskrift í PDF skjali


Sjö tækniforskriftir um vefþjónustur banka og sparisjóða, ásamt fylgiskjölum.

Útgáfudagur 15. október 2013

ZIP skjal inniheldur tækniforskriftirnar sjö í PDF skjölum, dæmi í XML skjölum, WSDL skjöl, XSD skjöl, og LestuMig skjal. Einnig er hægt að panta prentaða útgáfu í Staðlabúð Staðlaráðs.

Tækniforskriftirnar sjö eru eru:
- TS 160 Gengi
- TS 161 Greiðslur
- TS 162 Innheimtukröfur
- TS 163 Milliinnheimta
- TS 164 Yfirlit bankareikninga
- TS 165 Rafræn skjöl
- TS 166 Tæknilegar upplýsingar og villuboð

Nánari upplýsingar um vefþjónustur Landsbanka, Arion banka og Íslandsbanka er að finna á heimasíðum þeirra.

TS 139:2013 Rafræn vörulisti

Útgáfudagur 30. september 2013

ZIP skjal inniheldur tækniforskrift í PDF skjali, tvö dæmi í XML skjölum, stílsnið í CSS skjali og LestuMig skjal. Einnig er hægt að panta prentaða útgáfu í Staðlabúð Staðlaráðs.

TS 138:2013 Rafræn pöntun BII03

Útgáfudagur 24. maí 2013:


ZIP skjal inniheldur tækniforskrift í PDF skjali, dæmi í XML skjali, stílsnið í CSS skjali og LestuMig skjal. Einnig er hægt að panta prentaða útgáfu í Staðlabúð Staðlaráðs.

TS 137:2013 Rafrænt reikningaferli BII05

Útgáfudagur 8. febrúar 2013

ZIP skjal. inniheldur tækniforskrift í PDF skjali, dæmi í XML skjali, stílsnið. í CSS skjal og LestuMig skjal.  Einnig hægt að panta prentaða útgáfu í Staðlabúð Staðlaráðs. 

TS 136:2013 Rafrænn reikningur BII04 

Útgáfudagur 8. febrúar 2013

ZIP skjal inniheldur tækniforskrift í PDF skjali, dæmi í XML skjali, stílsnið í CSS skjal og LestuMig skjal.   Einnig hægt að panta prentaða útgáfu í Staðlabúð Staðlaráðs. 

 

Eldri tækniforskriftir

TS 135:2009 Tækniforskrift um einfaldan rafrænan reikning - NES umgjörð 4 

Við vekjum athygli á að, TS 135 Tækniforskrift fyrir einfaldan rafrænan reikning skv. NES umgjörð 4, er fallin úr gildi. TS 136 Rafrænn reikningur skv. BII04 kemur í hennar stað.

Sjá einnig:   www.stadlar.is

Burðarlag og öryggi

Öryggi í rafrænum viðskiptum byggir á því að hægt sé að koma rafrænum skjölum á milli útgefanda og viðtakanda án þess að innihald þeirra spillist eða komist í hendur viðkomandi meðan á flutningi stendur.

Í nútíma viðskiptum verður að gera ráð fyrir því að útgefandi og viðtakandi hafi ekki stjórn á því hvernig og hvaða leið skjölin fara í fjarskiptanetum. Því ganga flestar aðferðir út frá því að tryggja öryggi milli útgefanda og viðtakanda óháð flutningsaðferð og undirliggjandi flutningsleið.

Öryggi skeytasendinga frá útgefanda og viðtakanda er tryggt í burðarlaginu þar sem útgefandi og viðtakandi hafa sjaldnast fulla stjórn á flutningslaginu. Hér verður gengið út frá því að burðarlag í rafrænum viðskiptum sé sá hugbúnaður sem viðskiptakerfi nota til að senda og taka við rafrænum skjölum á öruggan hátt. Aðferðir til að tryggja öryggi í burðarlaginu byggja á tæknilegri útfærslu á því hvernig tekið er við skeytum, þau send og varðveitt ásamt samkomulagi milli aðila um hvernig útfærslunni skuli háttað.

Ritnefnd: Arnaldur F. Axfjörð (Admon) Formaður, Eygló Pétursdóttir (Síminn), Karólína Guðmundsdóttir (Span), Laufey Erla Jóhannesdóttir (Síminn), Ólafur Páll Einarsson (Síminn), Styrmir Kristjánsson (Skýrr) og Tryggvi M. Þórðarson (Hugbúnaður)

Tengill: Burðarlag og öryggi (PDF)

Vistun

Rafrænn reikningur, eins og hefðbundinn reikningur, á uppruna sinn að rekja til samkomulags viðskiptaaðila um viðskiptalegar forsendur. Samkomulagið getur verið formlegt eða óformlegt, skriflegt eða munnlegt. Á grunni þessa samkomulags er reikningur síðan gefinn út af seljanda sem krafa á hendur kaupanda um endurgreiðslu vegna veittrar þjónustu og/eða afhentrar vöru.

Þörfin fyrir vistun reiknings og/eða gagna honum tengdum er til staðar allt frá undirbúningi að myndun reikningsins til eyðingar hans. Í 8. grein laga um bókhald 1994 nr. 145 29. desember segir að: Sérhver færsla í bókhaldi skal byggð á áreiðanlegum og fullnægjandi gögnum sem rekja má til viðskiptanna. Ytri sem innri gögn skulu fela í sér upplýsingar sem nægja til réttmætrar skráningar í bókhaldið.

Skylda viðskiptaaðila til vistunar gagna sem tengjast reikningi nær því lengra en vistun reikningsins sjálfs og ber að hafa í huga við vistun hans.

Ritnefnd: Albert Ólafsson (Ríkisendurskoðun), Kjartan Pálsson (Landsbankinn), Ólafur Harðarson (Síminn), Rúnar Már Sverrisson (Logar/FUT) Formaður og Tryggvi Þórðarson (Hugbúnaður)

Tengill: Vistun rafræns reiknings (PDF)

Samtengingar við kerfi

Mótteknir NES reikningar bókast beint í viðskiptakerfi samkvæmt tilvísunarstýringum sem skráðar eru í viðkomandi kerfi. Sendir reikningar eru á löggildu stöðluðu NES formi. Rafræni NES reikningurinn hefur öll þau gildi (e. attributes) sem pappírsreikningurinn hefur. Rafræni reikningurinn er því ekki skjal sem hefur líf sitt sem pappír eins og skannaðir reikningar. Sjálfvirkar bókunarvélar geta unnið úr upplýsingum úr XML reikningum fyrir bókanir á mjög skilvirkan máta. Helstu kostir bókunarvéla eru snarleg minnkun á innsláttarvillum, hraðvirkari úrvinnsla og betri samhæfing á bókunarstrengjum til kostnaðargreiningar.

Ritnefnd: Jón Heiðar Þorsteinsson (Kaupþing), Karólína B. Guðmundsdóttir (Span) Formaður, Ólína Laxdal (Skýrr) og Þorkell Pétursson (Fjársýsla ríkisins)

Tengill: Samtenging NES reiknings við viðskiptakerfi (PDF)

Lagaleg álitamál

Í lögum nr. 145/1994 um bókhald er greinargóð almenn lýsing á því sem bókhald verður að uppfylla ásamt skilgreiningum á hugtökum og ábyrgðarhluta. Þar kemur og fram að ráðherra sé heimilt að setja nánari ákvæði um framkvæmd laganna, svo sem um bókhaldsskyldu, undanþágu frá færslu tvíhliða bókhalds, skipulagi bókhalds, bókhaldsgögn og notkun tölva við færslu bókhalds og geymslu gagna.

Reglugerð nr. 598/1999 er sett samkvæmt þeim lögum og fjallar um rafrænt bókhald, geymslu rafrænna gagna og lágmarkskröfur sem gera skal til rafrænna bókhaldskerfa.

Ritnefnd: Albert Ólafsson (Ríkisendurskoðun), Bragi Freyr Kristbjörnsson (Ríkisskattstjóri) Formaður, Hörður Helgi Helgason (LM Lögmenn) og Tryggvi Þórðarson (Hugbúnaður)

Tengill: Lagalegt umhverfi (PDF)

EDIFACT staðlar

Um 20 ára skeið hafa verið í notkun hér á landi svokallaðir EDIFACT staðlar. Þetta eru raunstaðlar, sem ICEPRO hefur tekið saman og aðlagað að íslenskum aðstæðum. Staðlar þessir eru til þess að gera fyrirtækjum kleift að skipta við hvert annað rafænt.

Reikningar, pantanir, vörulistar, tollskýrslur, greiðslur og fleiri rafræn skjöl berast á milli fyrirtækja með svokölluðum EDI skeytum, sem fylgja EDIFACT stöðlunum. EDI stendur fyrir "Electronic Data Interchange" og hefur verið þýtt sem "skjalaskipti milli tölva" eða SMT.

Notkun skeytanna er gríðarleg og ljóst að hérlendis skipta EDIFACT skeyti milljónum árlega. Vitað er að stærstu birgjar og verslanir senda og taka við tugþúsundum skeyta í hverjum mánuði. Fjöldi EDI skeyta á ári er um tvær milljónir vegna tollafgreiðslu. EDI/SMT leyfishafar tollsins eru nálægt 500.

Lýsingu EDI skeyta og tæknilegar útfærslur má sjá í "Bláu bókinni" svokölluðu, en hana má finna hér SMASALA22.pdf

Á liðnum árum hefur ICEPRO aðlagað fjölda EDIFACT skeyta að íslenskum aðstæðum. Þau eru:

Skeyti
Merking
íslenskt heiti
AUTHOR
Authorisation
Heimild
BANSTA
Banking Status
Svarskeyti í greiðslumiðlun
CREADV
Credit Advice
Tilkynning um innlegg
CUSCAR
Customs Cargo Report
Farmskrá
CUSDEC
Customs Declaration
Tollskýrsla
CUSRES
Customs Response
Tollsvar
DEBADV
Debit Advice
Tilkynning um úttekt
DESADV
Despatch Advice
Afgreiðsluseðill/Vörufylgibréf
DIRDEB
Direct Debit
Beingreiðslur
FINSTA
Financial Status
Reikningsyfirlit
IFTMAN
Arrival Notice
Komutilkynning
IFTMCS
Instruction Contract Status
Svar við fraktbókun
IFTMIN
Instruction
Fraktbókun
INVOIC
Invoice
Reikningur
MEDPRE
Medical Prescription
Lyfseðill
ORDCHG
Order change
Breyting á pöntun
ORDERS
Purchase Order
Pöntun
ORDRSP
Order Response
Svar við pöntun
PARTIN
Party Information
Upplýsingar um aðila
PAYEXT
Extended Payment Order
Fjölgreiðslubeiðni
PAYMUL
Multiple Payment Order
Fjölgreiðslubeiðni
PAYORD
Payment Order
Greiðslubeiðni
PRICAT
Price Catalog
Verð- og vörulisti
REMADV
Remittance Advice
Greiðsluupplýsingar
RETANN
Returns Announcement
Vöruskil
SLSFCT
Sales Forecast
Söluspá
SLSRPT
Sales Report
Söluskýrsla
Síðast uppfært: 9.2.2021 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira