Hoppa yfir valmynd

Landsumgjörð um samvirkni

Helstu verkefni ríkisins í upplýsingatæknimálum á komandi árum snúa að aukinni samvirkni upplýsingatæknikerfa, stöðlun á samskiptum og gagnaskilum, sem tryggir notendum aukið aðgengi að þjónustu hjá hinu opinbera auk þess að gera samskipti og viðskipti skilvirkari til og frá landinu. Ísland er þátttakandi í verkefni sem hefur hlotið nafnið Landsumgjörð um samvirkni ásamt öðrum Evrópuþjóðum. Meginmarkmið landsumgjarðar er að stuðla að jöfnum tækifærum fyrir alla hagsmunaaðila – einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir – með framboði á opinni, almennri þjónustu sem veitt er öllum án mismunar.

  • Þjónustuaðilar ættu að sjá til þess að lausnir þjóni öllum notendum á sem skilvirkastan og hagkvæmastan hátt og gefi mesta virði fyrir útlagðan kostnað.
  • Útfærsla þjónustunnar og þjónustuþættir ætti að ákvarða út frá þörfum notenda, hvort sem það eru borgarar, neytendur, viðskiptavinir, starfsmenn, stofnanir eða fyrirtæki.
  • Lögð er áhersla á að samvirkni geri mögulegt að nýta að fullu þau tækifæri sem ný tækni skapar til að yfirstíga samfélagslega og efnahagslega mismunun og útilokun, þar sem tekið er tillit til almennrar þátttöku og jafnræðis í öllu þróunarferli þjónustu frá hönnun, ákvörðunar á innihaldi og til útfærslu.
  • Allar lausnir ættu að styðja aðgengi að notendavænni þjónustu á öruggan og sveigjanlegan hátt, með persónulegu sniði og með fullri virðingu fyrir trúnaði upplýsinga og friðhelgi einstaklingsins.

Notendur ættu að hafa aðgang að þjónustu á einum stað þar sem einungis er þörf á að veita tilteknar upplýsingar einu sinni til sama aðila.

Nánari upplýsingar um landsumgjörðina er að finna á vef Landsumgjarðar: landsumgjord.is

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira