Hoppa yfir valmynd

Rafræn opinber innkaup á Evrópusvæðinu

Lög um opinber innkaup eru í samræmi við EES-samninginn: XVI. viðauki tilskipun 2007/66/EB, 2009/81/EB, 2014/23/ESB, 2014/24/ESB, og eru því samhæfð löggjöf í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu.

Markmið með lögunum er að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu. Með lögunum er tryggt að bjóðendur þjónustu eða vara geta átt í viðskiptum við opinbera aðila innan svæðisins. Samkvæmt lögunum skal tilboðsgerðin vera að fullu rafræn frá og með 18. apríl 2018. Um 300.000 opinberir aðilar bjóða út vörukaup, verk og þjónustu innan EEB og áætlað er að um 850.000 tilboð berist árlega. Verulegt hagræði felst því í að gera þetta ferli rafrænt.

ESPD (e. European Single Procurment Document) er eyðublað þar sem bjóðendur framkvæma sjálfsvottun á hæfi sínu í tilteknu opinberu útboði. Áður fyrr voru bjóðendur krafðir um mismunandi gögn til að sanna að þeir uppfylltu útboðskröfur, t.a.m. hvort skattar og gjöld væru greidd og að þeir hefðu ekki verið sakfelldir fyrir ólögmætt athæfi. Nú geta bjóðendur uppfyllt þessar kröfur með ESPD sjálfsvottun. Einungis sá sem á hagstæðasta tilboðið þarf að leggja fram gögn til staðfestingar um hæfi. Gögnunum er safnað rafrænt saman og gerð aðgengileg útbjóðanda að undangengnu samþykki bjóðanda. Með þessu þurfa bjóðendur ekki að eyða tíma og vinnu í að afla gagna í tengslum við hæfi sitt. Upplýsingar um bjóðendur eru geymdar og því þurfa þeir ekki að skrá upplýsingar aftur um sig næst þegar þeir bjóða vörur sínar, verk eða þjónustur innan EES.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið ásamt Ríkiskaupum, Ríkisskattstjóra og Tollstjóra hafa hafið vinnu við innleiðingu á ESPD fyrir íslenska aðila og miðað er við að verkefninu ljúki fyrir árslok 2017.

Erlent samstarf

 

Sjá einnig:

Gagnlegir vefir

Twitter feed

Texti á undan krækjum. Eða texti á eftir krækjum. Eða texti á eftir krækjum.

Fyrirsögninni er breytt hér ofarlega til hægri undir „Eigindi einingar“ – „Titill“. Það þarf að smella hér í texta boxins til að sjá það ...

Valkvæm fyrirsögn

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira