Hoppa yfir valmynd
07. nóvember 2014 Fundargerðir stjórnarskrárnefndar 2013-2017

16. fundur stjórnarskrárnefndar

Dagskrá

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Tilhögun og undirbúningur vinnudags
  3. Þátttaka í ráðstefnu Háskólans á Akureyri 1. desember
  4. Önnur mál

Fundargerð

16. fundur – haldinn föstudaginn 7. nóvember 2014, kl. 10.30, í Safnahúsinu (Þjóðmenningarhúsinu), Reykjavík.

Mættir voru eftirtaldir: Páll Þórhallsson, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir, Jón Kristjánsson og Valgerður Bjarnadóttir. Birgir Ármannsson, Katrín Jakobsdóttir og Valgerður Gunnarsdóttir höfðu boðað forföll.

Páll Valur Björnsson hefur beðist lausnar frá skipun í stjórnarskrárnefnd. Róbert Marshall sótti fundinn í hans stað.

Þá sat fundinn Sif Guðjónsdóttir, lögfræðingur á löggjafarskrifstofu forsætisráðuneytis og ritari nefndarinnar.

Formaður setti fundinn og stýrði honum.

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 15. fundar, sem haldinn var föstudaginn 24. október 2014, var send nefndarmönnum með tölvupósti mánudaginn 3. nóvember. Fundargerðin var samþykkt án athugasemda.

2. Tilhögun og undirbúningur vinnudags

Formaður lagði fram sýnishorn (drög) af vinnugögnum fundarins, nánar tiltekið glærum og stuttum yfirlitum yfir fyrirliggjandi tillögur. Umfjöllunarefnin eru þau sömu og í fyrstu áfangaskýrslu og verða tekin fyrir í sömu röð. Engar athugasemdir komu fram.

Rætt var um markmið fundarins(skýra betur um hvað er sátt, hvar/hvað ber á milli og hvort/hvernig hægt sé að nálgast þar sameiginlega niðurstöðu sem nánari útfærsla verði byggð á), nálgun, framhald og óhjákvæmilega fyrirvara nefndarmanna við einstök atriði þar til heildarmynd er orðin ljós.

3. Þátttaka í ráðstefnu Háskólans á Akureyri 1. desember

Rætt var um almenn atriði varðandi málþingið, þar á meðal innlegg formanns um starf nefndarinnar, þátttöku nefndarmanna í pallborði og kostnað við ferðalög. Nefndin tekur þátt í málþinginu en það er alfarið á vegum HA.

4. Önnur mál

Ekkert var tekið fyrir undir þessum lið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.20.

SG skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum