Hoppa yfir valmynd
08. júlí 2015 Fundargerðir stjórnarskrárnefndar 2013-2017

29. fundur stjórnarskrárnefndar

Dagskrá 

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Vinna sérfræðingahópa og áframhaldandi vinna við fyrirliggjandi textadrög
  3. Önnur mál

Fundargerð

29. fundur –haldinn miðvikudaginn 8. júlí 2015, kl. 9.00, í Safnahúsinu, Reykjavík.

Mættir voru eftirtaldir: Páll Þórhallsson, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir, Birgir Ármannsson, Jón Kristjánsson, Katrín Jakobsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Valgerður Gunnarsdóttir. Fundurinn var ekki sóttur af hálfu Bjartrar framtíðar.

Þá sat fundinn Sif Guðjónsdóttir, lögfræðingur á löggjafarskrifstofu forsætisráðuneytis.

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 28. fundar, sem haldinn var miðvikudaginn 1. júlí 2015, var send nefndarmönnum með tölvupósti þann 7. júlí sl. Fundargerðin var samþykkt án athugasemda.

Fundargerðir 26. og 27. funda, sem lagðar voru fram á 27. og 28. fundi, voru einnig samþykktar athugasemdalaust.

2. Vinna sérfræðingahópa og áframhaldandi vinna við fyrirliggjandi textadrög

Fjallað var um fyrirliggjandi textadrög og vinnu sérfræðingahópa. Fulltrúi eins hóps kom á fund nefndarinnar til að gefa skýringar og svara fyrirspurnum nefndarmanna.

Samþykkt var að fela formanni að vinna úr umræðum nefndarmanna, eftir atvikum í samvinnu við sérfræðingahópa, og stefnt að því að uppfærð drög liggi fyrir á næsta fundi.

3. Önnur mál

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.00.

SG ritaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum