Hoppa yfir valmynd
10. mars 2016 Fundargerðir stjórnarskrárnefndar 2013-2017

49. fundur stjórnarskrárnefndar

Dagskrá

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Umsagnir og athugasemdir um frumvarpsdrög nefndarinnar
  3. Önnur mál

Fundargerð

49. fundur – haldinn fimmtudaginn 10. mars 2016, kl. 16.00, í fundarsal forsætisráðuneytis við Hverfisgötu.

Mættir voru eftirtaldir: Páll Þórhallsson, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir, Birgir Ármannsson, Einar Hugi Bjarnason, Jón Kristjánsson, Valgerður Bjarnadóttir og Valgerður Gunnarsdóttir. Róbert Marshall sótti fundinn að beiðni Bjartrar framtíðar. Katrín Jakobsdóttir hafði boðað forföll.

Þá sat fundinn Sif Guðjónsdóttir, lögfræðingur á löggjafarskrifstofu forsætisráðuneytis og ritari nefndarinnar.

Formaður gerði grein fyrir þeim málþingum um frumvarpsdrög nefndarinnar sem fulltrúar nefndarinnar hafa tekið þátt í að undanförnu hjá Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands (tvö málþing) og Stjórnarskrárfélaginu í samvinnu við stjórnmálasamtökin Dögun. Frekari málþing eru í undirbúningi.

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 48. fundar, sem haldinn var föstudaginn 19. febrúar 2016, lögð fram og samþykkt með einni athugasemd.

2. Umsagnir og athugasemdir við frumvarpsdrög nefndarinnar

Eftirtaldar athugasemdir og umsagnir um fyrirliggjandi frumvarpsdrög hafa borist nefndinni og verið birtar á stjornarskra.is: 

  1. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Náttúruauðlindir 
  2. Utanríkisráðuneytið - Þjóðaratkvæðagreiðslur 
  3. Samtök atvinnulífsins - Samtök ferðaþjónustunnar - Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - Samtök iðnaðarins - Ákvæðin þrjú 
  4. Dögun - Ákvæðin þrjú 
  5. Sigurgeir Sveinsson - Ákvæðin þrjú 
  6. Leo Smári Gunnarsson - Þjóðaratkvæði 
  7. Pétur V. Maack - Ákvæðin þrjú 
  8. Björn Björnsson - Ákvæðin þrjú 
  9. Gunnar Grímsson - Ákvæðin þrjú 
  10. Stefán Agnar Finnsson - Ákvæðin þrjú 
  11. Arnar Guðmundsson - Náttúruauðlindir 
  12. Halldór Zoëga - Ákvæðin þrjú 
  13. Brynja Cortes Andrésdóttir - Ákvæðin þrjú 
  14. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - Náttúruauðlindir 
  15. Hringur Hafsteinsson - Ákvæðin þrjú 
  16. Þorvaldur Gylfason - Ákvæðin þrjú 
  17. Baldvin Björgvinsson - Ákvæðin þrjú 
  18. Illugi Jökulsson - Ákvæðin þrjú 
  19. Þór Saari - Ákvæðin þrjú 
  20. Kristín Lena Þorvaldsdóttir - Ákvæðin þrjú 
  21. Stjórnarskrárfélagið - Ákvæðin þrjú 
  22. Landeigendafélag Geysis ehf. - Náttúruauðlindir - Umhverfis- og náttúruvernd 
  23. Margrét Björk Björnsdóttir - Umhverfis- og náttúruvernd 
  24. Náttúruverndarsamtök Íslands - Umhverfis- og náttúruvernd 
  25. Álfrún Sigurðardóttir - Ákvæðin þrjú 
  26. Björn Jón Bragason, Jóhann J. Ólafsson og Skafti Harðarson - Náttúruauðlindir 
  27. Hannes Sigmarsson - Ákvæðin þrjú 
  28. Asgeir Ebeneser Þórðarson - Ákvæðin þrjú 
  29. Sigurður Örn Önnuson - Ákvæðin þrjú 
  30. Halldóra Thoroddsen - Náttúruauðlindir, umhverfis- og náttúruvernd 
  31. Samtök eigenda sjávarjarða - Náttúruauðlindir, umhverfi og náttúra 
  32. Árný Elínborg Ásgeirsdóttir - Ákvæðin þrjú 
  33. Ólafur Guðmundsson - Umhverfi og náttúra 
  34. Magnús Guðmundsson - Ákvæðin þrjú 
  35. Þorvaldur Óttar Guðlaugsson - Ákvæðin þrjú 
  36. Samorka - Náttúruauðlindir, umhverfi og náttúra 
  37. Bjarni M. Jónsson - Umhverfis- og náttúruvernd 
  38. Sigurður Sigurðsson - Ákvæðin þrjú 
  39. Haraldur Guðbjartsson - Ákvæðin þrjú 
  40. Friðrik Ólafsson - Ákvæðin þrjú 
  41. Hildur Rúna Hauksdóttir - Ákvæðin þrjú 
  42. Landssamtök landeigenda á Íslandi - Náttúruauðlindir, umhverfis- og náttúruvernd 
  43. Jón Viðar Gunnarsson - Ákvæðin þrjú 
  44. Stjórn Landeigenda Reykjahlíðar ehf. - Náttúruauðlindir, umhverfis- og náttúruvernd 
  45. Einar Indriðason - Ákvæðin þrjú 
  46. Níels Einarsson - Náttúruauðlindir 
  47. Helgi Tómasson - Ákvæðin þrjú 
  48. Bogi Indriðason - Náttúruauðlindir 
  49. Ómar Þ. Ragnarsson - Náttúruauðlindir, umhverfis- og náttúruvernd 
  50. Þorkell Helgason - Ákvæðin þrjú 
  51. Bjarni Gunnarsson - Kjör forseta Íslands 
  52. Jón Viðar Gunnarsson - Náttúruauðlindir 
  53. Einar Már Gunnarsson - Náttúruauðlindir 
  54. Jón Daði Ólafsson - Ákvæðin þrjú 
  55. Sigurbjörn Guðmundsson - Ákvæðin þrjú 
  56. Gísli Baldvinsson - Ákvæðin þrjú 
  57. Jens Jónsson - Þjóðaratkvæðagreiðslur 
  58. Marías Hafsteinn Guðmundsson - Auðlindaákvæði 
  59. Bjarni Jónsson - Umhverfis- og náttúruvernd 
  60. Bjarni Jónsson - Þjóðaratkvæðagreiðslur 
  61. Bjarni Jónsson - Auðlindaákvæði

Formaður gerði grein fyrir meginþáttum í þeim athugasemdum og umsögnum sem borist hafa.

Fyrir liggur að flokka þessi gögn og vinna úr þeim, eftir atvikum með aðstoð sérfræðinga. Ákveðið að halda fund um hvert og eitt ákvæði í þeim tilgangi.

3. Önnur mál

Ekkert var rætt undir þessum lið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.

SG ritaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum