Hoppa yfir valmynd
18. júní 2020 Stjórnarskrárendurskoðun 2018

23. fundur um stjórnarskrármál

23. fundur – haldinn fimmtudaginn 18. júní 2020, kl. 11:00-13:00, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.

Fundargerð

Mætt eru: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra (VG), Bjarni Benediktsson (Sjálfstæðisflokki), Logi Einarsson (Samfylkingu), Sigurður Ingi Jóhannsson (Framsóknarflokki), Inga Sæland (Flokki fólksins) og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Viðreisn). Helgi Hrafn Gunnarsson (Pírötum) og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Miðflokki), boðuðu forföll.

Þá situr fundinn Unnur Brá Konráðsdóttir, verkefnisstjóri stjórnarskrárendurskoðunar. Gestir fundarins eru Kristrún Heimisdóttir (liður 2) og Skúli Magnússon (2-3. liður).

1. Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð síðasta fundar er samþykkt.

2. Breytingaákvæði stjórnarskrár
KH fór yfir sína greinargerð og hún ásamt SM sátu að því loknu fyrir svörum formanna.
Fram kom að það er háð sérkennum hvers og eins samfélags hvaða kerfi hentar en íslenska ákvæðið hefur að mati sérfræðinganna gefist vel. Spurt er hvernig hægt væri að auka aðkomu þjóðarinnar. Hefur verið rætt um að það vanti þjóðarakvæðagreiðslu inn í núverandi kerfi en það má samt ekki gera það torveldara en nú er að breyta stjórnarskrá líkt og raunin er í Danmörku. Hægt væri að viðhafa þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða þingkosningum, eins væri hægt að viðhafa stöðvunarrétt, Að mati sérfræðinganna verður að vera mikill meirihluti til að fella stjórnarskrárbreytingar.

3. Forseti og framkvæmdavald
Frumvarpið var rætt.
Ákveðið er að frumvarpið verði sett í opið samráð á samráðsgátt í 1. júlí með eftirfarandi fyrirvara:

„Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa átt fundi frá upphafi árs 2018 um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þar hafa ýmis ákvæði komið til skoðunar. Vinna við þetta frumvarp sem hér er birt til samráðs er nú komin það langt áleiðis að rétt er að leita álits og athugasemda frá almenningi um efni þess í samráðsgátt stjórnvalda.
Áréttað er að birting í samráðsgátt á þessu stigi felur ekki í sér skuldbindingu af hálfu formanna flokkanna til að standa að framlagningu frumvarpanna í þessari mynd á Alþingi.

Rétt er að taka fram að nú stendur yfir endurskoðun laga um ráðherraábyrgð nr. 4/1963 og laga um landsdóm nr. 3/1963 en gert er ráð fyrir að frumvörp sem verða afrakstur þeirrar vinnu verði kynnt á samráðsgátt stjórnvalda í haust.“

4. Umhverfisákvæði
Frumvarpið lagt fram með uppfærðri greinargerð. Forsætisráðherra mun senda frumvarpið til Feneyjanefndarinnar og óska eftir áliti þeirra á frumvarpinu. Bréf forsætisráðherra til nefndarinnar verður sent formönnum til yfirlestrar áður en það er sent.

5. Auðlindaákvæði
Frumvarpið lagt fram með uppfærðri greinargerð. Forsætisráðherra mun senda frumvarpið til Feneyjanefndarinnar og óska eftir áliti þeirra á frumvarpinu. Bréf forsætisráðherra til nefndarinnar verður sent formönnum til yfirlestrar áður en það er sent.

6. Þjóðaratkvæðagreiðslur
Frumvarpið lagt fram með uppfærðri greinargerð. Forsætisráðherra mun senda frumvarpið til Feneyjanefndarinnar og óska eftir áliti þeirra á frumvarpinu. Bréf forsætisráðherra til nefndarinnar verður sent formönnum til yfirlestrar áður en það er sent.

7. Þjóðarfrumkvæði
Frumvarpið lagt fram með uppfærðri greinargerð

8. Jöfnun atkvæðisréttar – stutt samantekt
Stutt samantekt um umfjöllum um jöfnun atkvæðisréttar í almenningssamráði lögð fram.

9. Íslensk tunga
Skýrsla um yfirferð umsagna af samráðsgátt lögð fram.

10. Önnur mál
Ákveðið að næsti fundur verði í ágúst.

Fleira ekki rætt.

Fundi slitið kl. 13:15.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum