Eftirlit og kærur

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur eftirlit með því að sveitarfélög gegni skyldum sínum samkvæmt sveitarstjórnarlögum, öðrum lögum og stjórnvaldsfyrirmælum, að svo miklu leyti sem það eftirlit hefur ekki verið falið öðrum stjórnvöldum ríkisins. Eftirlitið tekur þó ekki til ákvarðana sveitarfélaga í starfsmannamálum, með tilteknum undantekningum er varða uppsagnir starfsmanna.

Um þetta stjórnsýslueftirlit ráðuneytisins fer eftir ákvæðum XI. kafla sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Fer það fyrst og fremst fram við:

 Sem dæmi um svið þar sem stjórnsýslueftirlit með sveitarfélögum hefur verið falið öðrum stjórnvöldum að einhverju eða öllu leyti má nefna:

Meðferð kærumála

Aðilum máls er heimilt að kæra til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins svonefndar stjórnvaldsákvarðanir sveitarfélaga sem lúta eftirliti þess, sbr. nánar 111. gr. sveitarstjórnarlagaKæra skal borin fram innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var tilkynnt um stjórnvaldsákvörðun, nema lög mæli á annan veg. Um kæruleiðbeiningar, kærufrest og meðferð kærumáls fer að öðru leyti að ákvæðum stjórnsýslulaga.

Kærur á grundvelli 111. gr. sveitarstjórnarlaga má senda inn með rafrænum hætti og er kærueyðublað sótt á eyðublaðavef stjórnarráðsins (hlekkur). Einnig er hægt að fylla út og prenta kærueyðublað á pdf-formi (hlekkur).

  • Eyðublað fyrir umboð (hlekkur).
  • Úrskurðir á sviði sveitarstjórnarmála (hlekkur).

Frumkvæðismál ráðuneytisins

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið getur ákveðið sjálft að taka til formlegrar umfjöllunar stjórnsýslu sveitarfélags sem lýtur eftirliti þess, óháð því hvort um kæranlega stjórnvaldsákvörðun er að ræða eða ekki, sbr. nánar 112. gr. sveitarstjórnarlaga. Ákvörðun um slíka umfjöllun getur átt rót sína að rekja til kvörtunar eða ábendingar sem ráðuneytinu berst eða eigin frumkvæðis þess.

Þegar ráðuneytið tekur slíkt mál til meðferðar getur það:

  • Gefið út leiðbeiningar um túlkun laga og stjórnsýslu sveitarfélagsins að öðru leyti.
  • Gefið út álit um lögmæti athafna eða athafnaleysis sveitarfélags eða annars er eftirlit beinist að.
  • Gefið út fyrirmæli til sveitarfélags um að það taki ákvörðun í máli, felli ákvörðun úr gildi eða komi málum að öðru leyti í lögmætt horf. Beitt öðrum úrræðum samkvæmt XI. kafla sveitarstjórnarlaga, sé tilefni til.

 

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn