Hoppa yfir valmynd

Jöfnunaraðgerðir

Rík þörf er fyrir jöfnun meðal sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk. Helstu ástæður þess eru eftirfarandi:

  • Margir fatlaðir búa í sveitarfélögum þar sem byggðar voru upp stórar þjónustueiningar.
  • Tilhneiging er til þess að fatlaðir flytji í sveitarfélög þar sem kostur er á fjölbreyttri þjónustu.
  • Sá hópur sem þarf á mikilli þjónustu að halda er hlutfallslega fámennur og því getur tilviljun ráðið því hversu margir eða fáir fatlaðir búa í sveitarfélögum.

Grundvöllur kostnaðargreiningar og jöfnunaraðgerða vegna þjónustu við fatlað fólk mun byggjast á samræmdu heildarmati á landsvísu um þjónustuþörf þeirra sem hafa mestar þarfir fyrir þjónustu. Sjá umfjöllun um SIS-matið.

Á árinu 2012 var sérstakt jöfnunarkerfi tekið í notkun sem ætlað er að tryggja einstökum sveitarfélögum og þjónustusvæðum nægar tekjur til að standa undir kostnaði vegna þjónustunnar við fatlað fólk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira