Hoppa yfir valmynd

SIS-matið

Grundvöllur kostnaðargreiningar og jöfnunaraðgerða vegna þjónustu við fatlað fólk byggist á því að unnið sé samræmt heildarmat á landsvísu á þjónustuþörf þeirra 1000 einstaklinga sem hafa mesta þörf fyrir þjónustu. Verkefnisstjórn sem undirbjó yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga samþykkti að nota matskerfið „Mat á stuðningsþörf” (Supports Intensity Scale, SIS) en markmiðið með matinu er að finna með samræmdum hætti stig þess stuðnings sem einstaklingar með fötlun þarfnast til að lifa eðlilegu lífi með fullri þátttöku í samfélaginu. Metin er stuðningsþörf einstaklinga með fötlun við viðfangsefni á heimili og utan heimilis og þess sem lýtur að símenntun, starfi, heilsu, öryggi og félagslegri virkni.

Fyrsti áfangi matsins hófst á árinu 2009 og annaðist Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins matsgerð og úrvinnslu. Niðurstöður úr grunnúrtaki lágu fyrir í sumarbyrjun 2011 og hafa þær verið nýttar sem forsenda fyrir úthlutun úr Jöfnunarsjóði til sveitarfélaga og þjónustusvæða vegna þjónustu við fatlað fólk árin 2012 og 2013. Sambærilegt SIS mat var einnig unnið fyrir þann hóp fatlaðra sem var á biðlista eftir þjónustu og fyrir þá sem komu nýir inn á þjónustulista fram til ársins 2013.

Unnið er að sérstöku mati á stuðningsþörf barna með fötlun og er stefnt að því að það verði komið til framkvæmda árið 2015.

Í samræmi við samkomulag ríkis og sveitarfélaga um faglegt og fjárhagslegt mat á árangri tilfærslunnar annast Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins nú endurmat á þeim einstaklingum sem metnir voru SIS mati á árinu 2010. Jafnframt stendur yfir mat á stuðningsþörf fatlaðs fólks sem hefur komið nýtt inn í þjónustuna á árinu 2014 og hefur ekki verið metið samkvæmt SIS mati.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira