Sveitarstjórnarkosningar

Sveitarstjórnarkosningar fara fram á fjögurra ára fresti samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. Nánari upplýsingar um sveitarstjórnarkosningar er að finna á kosningavefsvæði dómsmálaráðuneytisins á slóðinni kosning.is.


Rannsókn á kosningaþátttöku 2014

Í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 2014 þar sem dræm kosningaþátttaka vakti eftirtekt hafði innanríkisráðuneytið frumkvæði rannsókn á kosningaþátttöku Íslendinga. Rannsóknin var samstarfsverkefni innanríkisráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Háskólans á Akureyri, Háskóla Íslands, Félagsvísindastofnunar HÍ og doktorsnema við Háskólann í Mannheim í Þýskalandi.

Innanríkisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga fjármögnuðu framkvæmdina og grunnúrvinnslu en háskólarnir hina fræðilegu vinnu að öðru leyti. Skýrsla um rannsóknina ber heitið: Sveitarstjórnarkosningar 2014: Hverjar eru ástæður dræmrar kjörsóknar?

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn