4. Kynning
Markvissar leiðir
Þegar samstarfsnefnd hefur mótað álit sitt taka viðkomandi sveitarstjórnir málið á dagskrá sveitarstjórnarfunda. Efnt er til tveggja umræðna um málið án atkvæðagreiðslu. Ekki eru greidd atkvæði um sameiningu því að kosið er um hana í almennum íbúakosningum, sjá umfjöllun um íbúakosningu.
Samstarfsnefndinni eða sveitarstjórn ber að kynna álit sitt um sameiningu fyrir íbúum minnst tveimur mánuðum fyrir kosningu um sameiningu í sveitarfélögunum. Algengast er að kynningarbæklingi með tillögunni og helstu forsendum, s.s. fjárhagslegu hagræði, öflugri þjónustu og sjálfstæði, sé dreift inn á öll heimili í sveitarfélögunum. Mörg góð dæmi um velheppnaða bæklinga og annað kynningarefni um tillögur samstarfsnefnda er að finna á vefsíðum um sameiningarverkefni.
Aðrar leiðir til að kynna álit samstarfsnefndarinnar geta verið að fjalla um hana á íbúafundi, færa hann inn á vefsvæði sveitarstjórnar eða sameiningarverkefnisins. Æskilegt er að fram komi skýrar upplýsingar um kjördag, kjörstaði, opnunartíma þeirra og hvar unnt er að greiða utankjörfundaratkvæði.
Tillaga um sameiningu skal auglýst opinberlega í Lögbirtingarblaðinu og í fjölmiðlum minnst tveimur mánuðum fyrir kosningu.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
Um utankjörfundaratkvæðagreiðslu um sameiningar sveitarfélaga gilda lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Kosningu utan kjörfundar skal hefja svo fljótt sem kostur er eftir að kjördagur hefur verið auglýstur.
Skrefin - yfirlit
Sameining sveitarfélaga
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.