Hoppa yfir valmynd

1. Óformlegar viðræður

Valkostagreining

Þegar sveitarstjórnir ákveða að skoða möguleika á sameiningu sveitarfélags við eitt eða fleiri sveitarfélög liggja sameiningarkostir oft beint við, t.a.m. í ljósi reynslu sveitarfélags af samvinnu við önnur sveitarfélög um lögbundin eða ólögbundin verkefni, landfræðilegrar legu eða annarra þátta. Í öðrum tilvikum koma fleiri en einn valkostur til greina. Þegar svo háttar til er oft tekin ákvörðun um að láta gera svokallaða valkostagreiningu fyrir sveitarfélagið.

Valkostagreining felur í sér samtal við sveitarstjórn og íbúa um styrkleika, veikleika, ógnir og tækifæri sveitarfélagsins, áherslur sveitarfélagsins í tengslum við sameiningu og mat á helstu sameiningarkostum.

Dæmi um ferli valkostagreiningar:

  • Vinnustofa með sveitarstjórn um ferlið framundan, áherslur sveitarfélaga í sameiningarferlum og mögulega sameiningarkosti sveitarfélagsins.
  • Vinnustofa með sveitarstjórn um styrkleika, veikleika, ógnir og tækifæri sveitarfélagsins. Farið yfir upplýsingar um áherslur og lykilþætti í starfsemi sveitarfélaga sem kemur til greina að sameinast.
  • Íbúafundur þar sem leitast er við að leita álits íbúa um hvað skipti þá mestu máli.
  • Vinnustofa með sveitarstjórn þar sem helstu niðurstöður vinnunnar að ofan eru dregnar saman.
  • Skilafundur þar sem helstu niðurstöður eru kynntar fyrir sveitarstjórn.

Góð valkostagreining felur í sér virka þátttöku kjörinna fulltrúa, starfsfólks og íbúa í sveitarfélaginu. Með sama hætti er gagnlegt að leita til landshlutasamtaka og þróunarfélaga í viðkomandi fjórðungi eftir þekkingu og reynslu.

Jarðvegur kannaður

Þegar sveitarfélag hefur í ljósi greiningar, valið og  fengið jákvæð viðbrögð frá öðru/m sveitarfélögum um að kanna jarðveg sameiningar er hægt að hefja óformlegar sameiningarviðræður. Slíkar viðræður af því tagi fela í sér mat á stöðu sveitarfélaganna, sameiningu og því hvort viðkomandi sveitarstjórnir eru sammála um meginatriði. Sveitarstjórnir geta dregið sig til baka úr óformlegum sameiningarviðræðum án þess að slíkt dragi dilk á eftir sér.

Síðast uppfært: 10.1.2022
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira