Hoppa yfir valmynd

Hvers vegna sameiningarvefur?

Á Íslandi eru tvö stjórnsýslustig, ríki og sveitarfélög. Stjórnsýsla ríkisins nær til íbúa á landinu öllu og stjórnsýsla sveitarfélaganna nær til íbúa í viðkomandi sveitarfélögum. Með tvískiptingunni er stuðlað að valddreifingu og tækifæri til að sníða stjórnsýslu og þjónustu að þörfum íbúa í hverju sveitarfélagi fyrir sig. 

Vaxandi ábyrgð sveitarfélaga á þjónustu við íbúa hefur kallað á eflingu sveitarfélaga í landinu. Stjórnvöld hafa stuðlað að því með ákvæði um lágmarksíbúafjölda og öðrum aðgerðum í Stefnumótandi áætlun í málefnum sveitar­félaga fyrir árin 2019–2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019–2023 og breytingum á sveitarstjórnarlögum. Markmiðið er að styrkja sveitarfélögin til að gera þau sjálfstæðari, auka sjálfbærni þeirra og færni til að takast á við framtíðar áskoranir.

Sameiningarvefurinn veitir gagnlegar upplýsingar um ferli sameininga í samræmi við gildandi sveitarstjórnarlög og reynslu sveitarfélaga af sameiningarferli. 

Vefurinn er settur fram í eftirfarandi 8 köflum: Óformlegar viðræður, formlegar viðræður, undirbúningur, kynning, sameiningarkosningar, gildistaka, innleiðing og eftirfylgni.

Reynsla sveitarfélaganna hefur sýnt að vel heppnað sameiningarferli er allra hagur.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið ber ábyrgð á texta vefsins og er lesendum bent á að senda fyrirspurnir og ábendingar til ráðuneytisins í gegnum netfangið [email protected].

Síðast uppfært: 4.1.2022 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum