Hoppa yfir valmynd

Staða og framtíð íslenskra sveitarfélaga

Sveitarfélögum landsins hefur fækkað umtalsvert síðustu áratugi með sameiningum og eru sveitarfélögin nú 69 eftir síðustu sameiningu, þ.e. sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í nýtt sveitarfélag. Tilgangurinn með sameiningum hefur verið að stækka sveitarfélögin og efla getu þeirra til að sinna lögbundnum verkefnum og þjónustu við íbúana. Hafa sameiningar yfirleitt farið fram að undangengnum íbúakosningum eða skoðanakönnun meðal íbúa og að frumkvæði sveitarstjórna. Yfirvöld hafa stutt sameiningar með fjárframlögum í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Sveitarfélögin hafa á síðustu árum tekið að sér ný verkefni frá ríkisvaldinu en byggðaþróun, bættar samgöngur og breytt aldurssamsetning hafa ýtt undir þessa þróun og leiða af sér nýjar áskoranir hjá sveitarstjórnarstiginu.  

Stjórnvöld hvetja til eflingar sveitarfélaga með ýmsum hætti. Þannig voru árið 2009 settar fram tillögur um sameiningarkosti og aftur árið 2012. Þar voru mögulegar sameiningar metnar út frá ýmsum forsendum. Komu til álita hugmyndir um tiltekinn lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga, ný verkefni sem sveitarfélögum yrðu færð, umbætur í samgöngumálum og samspil við ýmis byggðaþróunarverkefni stjórnvalda. Ávallt hefur þó verið talið farsælast að sameiningar verði með lýðræðislegum hætti og að frumkvæði sveitarstjórnanna sjálfra.

Umfjöllun á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga um sveitarstjórnarstigið á 21. öldinni.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 2.12.2020
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira