Hoppa yfir valmynd

Það helsta

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum samanstendur af 50 aðgerðum og ná þær til alls samfélagsins.

Fyrsta stöðuskýrslan um framgang aðgerðanna sem kom út í september 2021 sýnir að:

  • 30 aðgerðir eru komnar til framkvæmdar eða þeim lokið. Hafa ber í huga að margar aðgerðir eru þess eðlis að fyrirsjáanlegt er að þær verða í framkvæmd til lengri tíma.
  • 17 aðgerðir eru í vinnslu og eru margir verkþættir komnir vel á veg.
  • 3 aðgerðir eru í undirbúningi sem felur kortlagningu á stöðu og greinargerðir.

Aðgerðirnar skiptast í þrjá hluta eftir því hvernig þær tengjast skuldbindingum Íslands.

  • Losun á beinni ábyrgð Íslands (flokkar A-G): 41 aðgerð
  • Viðskiptakerfi með losunarheimildir ETS (flokkur H): 3 aðgerðir
  • Landnotkun (flokkur I): 6 aðgerðir
 

 

Stöðuskýrslan sýnir að töluverður framgangur varð í aðgerðum milli ára.

 

Mat á framgangi aðgerða

  • Í Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum eru settir fram mælikvarðar sem er ætlað að gefa mynd af því hvort aðgerðin sjálf skili árangri.
  • Í stöðuskýrslunni 2021 er lagt mat á framgang aðgerða samkvæmt þessum mælikvörðum og það sett fram með myndrænum hætti.
  • Næstu skref í þessari vinnu eru að setja mælikvarðana fram á aðgengilegri hátt hér á vefsíðu aðgerðaáætlunar, www.co2.is og greina og skilgreina áfangamarkmið til að tryggja enn betra yfirlit yfir árangur aðgerða.
  • Í einhverjum tilfellum gæti reynst æskilegt að breyta mælikvarða, enda er aðgerðaáætlun í stöðugri vinnslu.

Áhrif á losun

  • Á tveggja ára fresti skilar Umhverfisstofnun spá um losun gróðurhúsalofttegunda til Evrópusambandsins. Stofnunin skilaði fyrstu skýrslunni árið 2019.
  • Á árinu 2022 verður gefin út uppfærð losunarspá og um leið lagt nýtt mat á aðgerðir í aðgerðaáætlun. Vegna seinkunar á útkomu nýrrar eldsneytisspár sem inniheldur mikilvægar forsendur fyrir útreikningana, var ekki hægt að skila fulluppfærðri losunarspá árið 2021.
  • Samkvæmt bráðabirgðatölum hefur orðið samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda undanfarin tvö ár, en kórónuveirufaraldurinn hafði þar áhrif sem kunna að ganga til baka.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum