Hoppa yfir valmynd

Verkefni friðlýsingar

Landbúnaður og náttúruvernd

Verkefnið er samstarfsverkefni Bændasamtaka Íslands og Umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Markmið og tilgangur verkefnisins er að kanna möguleika á samþættingu landbúnaðar og náttúruverndar auk þess að greina tækifæri, hindranir, samlegðaráhrif og mögulegan ávinning af náttúruverndaraðgerðum á landbúnaðarsvæðum. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins vinnur að verkefninu í samvinnu við ráðuneytið. 

Verkefnið er í vinnslu.

Hagræn áhrif friðlýstra svæða

Verkefnið var unnið í samstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Tilgangur þess var að meta á skipulagðan hátt efnahagsleg áhrifum friðlýstra svæða. Rannsóknir fóru fram á völdum friðlýstum svæðum þar sem könnuð voru efnahagsleg áhrif þeirra séu, ekki síst svæðisbundin og fyrir nærliggjandi byggðir.

Verkefninu lauk með skýrslunni Áhrif friðlýstra svæða á framleiðslu og atvinnu í næsta umhverfi

Náttúruvernd og efling byggða

Verkefnið er unnið í samstarfi við Hagfræðistofnun HÍ, Rannsóknamiðstöð ferðamála, Rannsóknarsetur HÍ á Hornafirði og Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Tilgangur þess er að greina samfélagsáhrif friðlýstra svæða og hvort og hvernig friðlýsingar gætu haft áhrif á þróun byggða. 

Verkefnið er í vinnslu.

Aðkallandi friðlýsingar

Verkefnið er samstarfsverkefni umhverfis- og auðlindaráðuneytis og Umhverfisstofnunar. Tilgangur verkefnisins er að vinna að friðlýsingum á svæðum sem þarfnast aukinnar verndar, s.s. vegna aukinnar ferðamennsku, gegn orkuvinnslu (í verndarflokki Rammaáætlunar), vegna þess að þau eru á náttúruverndaráætlunum sem Alþingi hefur samþykkt, o.s.frv. Friðlýsingarnar eru unnar í samráði við sveitarfélög, landeigendur og aðra hagaðila.

Verkefnið er í vinnslu.

Talning ferðamanna

Verkefnið er samstarfsverkefni umhverfis- og auðlindaráðuneytis og Umhverfisstofnunar. Tilgangur og markmið verkefnisins er að hafa yfirsýn yfir fjölda ferðamanna sem koma á friðlýst svæði á Íslandi og búa yfir upplýsingum um fjölda ferðamanna á svæðunum sem þannig geta hjálpað til við skipulagningu og stýringu ferðamanna. 

Verkefnið er í vinnslu.

Friðlýsingar

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira