Verkefnastyrkir
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitir árlega styrki til verkefna sem falla undir málefnasvið þess. Styrkirnir eru ætlaðir til verkefna á vegum aðila utan ríkisstofnana.
Ráðuneytið veitir eingöngu styrki til verkefna sem sannarlega falla undir verkefnasvið þess og áskilur sér rétt til að áframsenda umsóknir til annarra ráðuneyta eða stofnana, í samræmi við leiðbeiningaskyldu stjórnvalda, falli verkefni betur að málaflokkum þeirra.
Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem hafa fjárhagslegan ávinning að markmiði fyrir umsækjanda. Hvorki eru veittir styrkir fyrir meistaraprófs- eða doktorsverkefni né rannsókna- eða vöktunarverkefni sem falla undir lögbundin verkefni stofnana ríkisins.
Úthlutað er einu sinni á ári og eigi síðar en 31. janúar ár hvert.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.