Hoppa yfir valmynd

Almenningur og umhverfismál

Ísland fullgilti árið 2011 Árósasamninginn um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum sem hafa verið nefnd einu nafni þátttökuréttindi. Forsenda þessara réttinda er að fullnægjandi verndun umhverfisins sé nauðsynleg fyrir velferð mannsins og að hann geti notið grundvallarmannréttinda.

Réttur til að fá upplýsingar um umhverfismál

Samkvæmt lögum um upplýsingarétt um umhverfismál er stjórnvöldum skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi upplýsingum um umhverfismál, þó með þeim takmörkunum sem lögin tilgreina. Réttur til aðgangs að upplýsingum og gögnum stjórnvalda er einnig að finna í upplýsingalögum. Synji stjórnvald beiðni um aðgang að upplýsingum er heimilt að bera hana undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar þá um ágreininginn. Samkvæmt lögum um upplýsingarétt er stjórnvöldum einnig skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að mengun geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks og dýra. 

Þátttaka í ákvarðanatöku í umhverfismálum

Þátttaka almennings og annarra hagsmunaðila í ákvörðunum og undirbúningi stefnumiða er snúa að umhverfismálum er tryggð í ýmsum lögum á sviði umhverfis- og auðlindaráðuneytis, t.d. í skipulagslögum og lögum um mat á umhverfisáhrifum. Að auki má benda á að ráðuneytið birtir drög að frumvörpum og reglugerðum á vef sínum til að gefa almenningi og hagsmunaaðilum kost á að gera athugasemdir. 

Aðgangur að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sett á fót til að tryggja aðgang almennings og umhverfisverndar-, útivistar- og hagsmunasamtaka að virku úrræði til endurskoðunar á ákvörðunum stjórnvalda. Hlutverk nefndarinnar er að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála eftir því sem mælt er fyrir um í lögum á þessu sviði.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira