Hoppa yfir valmynd

Evrópsk samgönguvika

Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft. 

Fyrirtæki, stofnanir og félagasamtökum geta einnig skráð til leiks einstaka viðburði eða aðgerðir sem ætlað er að ýta undir vistvænar samgöngur. Yfirskrift þessa verkefnis er MobilityActions á ensku sem hefur verið þýtt sem Samgönguplús á íslensku.

Nánar má lesa um Evrópska samgönguviku á evrópskum vef átaksins, www.mobilityweek.eu.

Dagskrá 2018

Sunnudagur 16. september

 • Upphaf samgönguviku / Dagur íslenskrar náttúru.
 • 14:00 Í Mosfellsbæ er boðið í gönguferð á Reykjaborg í tilefni Dags íslenskrar náttúru. Þátttakendur hvattir til að koma á hjóli að Suður-Reykjum þar sem gangan hefst.

Mánudagur 17. september

 • 16:00 - 17:00 Fríar hjólastillingar og smáviðgerðir á reiðhjólum. Dr. Bæk aðstoðar við hjólastillingar og minniháttar lagfæringar reiðhjóla á miðbæjartorginu í Mosfellsbæ
 • Hjólateljarar við Reykjanesbraut og Hafnafjarðarveg teknir í notkun í Kópavogi. Settir hafa verið upp hjólateljarar til að fylgjast með umferð sem fer um Kópavogsháls/Hamraborg og eftir stígakerfinu neðan við Salahverfið.

Þriðjudagur 18. september

 • 17:00 - 19:00 Hjólaþrautir og BMX sýning á miðbæjartorginu við Þverholt í Mosfellsbæ. BMX-kappar sýna listir sínar á nýju pump track brautinni sem hentar jafnt reiðhjólum, hlaupahjólum, BMX-hjólum, hjólabrettum og línuskautum.
 • Aðgreind göngu- og hjólaleið frá Vatnsenda að Smáranum tekin í notkun. Hjólastígur er samgönguhjólreiðastígur sem tengir saman hverfi bæjarins með 1.5 km löngum stíg.

Miðvikudagur 19. september 

 • Nýir hjólaviðgerðastandar og vatnsdrykkjarfontar teknir í notkun á þremur stöðum við hjólreiðastíga í Mosfellsbæ, í Hamrahlíð við skógræktarsvæðið í Úlfarsfelli, við Háholt móts við Hótel Laxnes og á hjólreiðastíg við hringtorg við Þingvallaveg.
 • Aðgreind göngu- og hjólaleið framhjá íþróttasvæði við Fífuna tekin í notkun. Tengingin tengir Fífuhvammsveg í Smáranum við Vatnsenda, strandlínu Kársnes og Hamraborgina.

Fimmtudagur 20. september

 • 14:30 - 16:00 Málþing Festu og Reykjavíkurborgar um samgöngur og vinnustaðina í borginni. Í lok málþingsins verður  Samgönguviðurkenning Reykjavíkurborgar afhent. Allir velkomnir. Ráðhús Reykjavíkur, Borgarstjórnarsalur. Nánari upplýsingar
 • Fræðsludagur á Bókasafni Kópavogs. Yfir daginn verður til kynningar bókum um hjólreiðar. Á staðnum verða hjól, rafmagnshjól, vespur og aðrir fylgihlutir hjólreiða frá Erninum og Nitro.
 • 18:00 Hjólaferð Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna. Lagt er af stað frá Eiðistorgi og hjólað í rólegheitunum um Seltjarnarnes og skoðaðar aðstæður fyrir hjólreiðar. Svo er hjólað um vesturbæinn og endað í súpu á Loft hostel í Bankastræti í boði Farfugla um kL. 19.30. Árni Davíðsson leiðir hjólaferðina.
 • Íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að nota sér fjölbreytt úrval hjólastíga til útivistar og samgangna. Vakin er athygli á hjóla- og göngustígakortum Mosfellsbæjar á heimasíðu bæjarins og þau höfð aðgengilegt á íþróttamiðstöðvum og víðs vegar um bæ.
  Vakin er athygli á korterskortinu sem sýnir 15 mínútna gönguradíus út frá miðbæ Mosfellsbæjar.

Föstudagur 21. september 

 • 9:00 Hjólalest leggur af stað frá Bakarameistaranum í Suðurveri út á Seltjarnarnes á hina árlegu hjólaráðstefnu Hjólum til framtíðar.
 • 10:00 – 16:00 Ráðstefnan Hjólum til framtíðar í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Áttunda ráðstefna Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna í samvinnu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Meginþema ráðstefnunnar er hið sama og slagorð Samgönguviku, "Veljum fjölbreytta ferðamáta". Tveir erlendir ræðumenn heiðra ráðstefnuna að þessu sinni, annars vegar Sílvia Casorrán frá Barcelona sem segir frá baráttunni um borgarbreytinguna, þegar ráðist var í að gera Poblenou Superblock. Þá var ákveðið að gera svæðið lífvænt fyrir gangandi vegfarendur með því að draga úr umferð á svæðinu, fjarlægja bílastæði og færa fólkinu í hverfinu ný útivistarrými. Hins vegar segir Damien O'Tuama frá þróun samgönguhjólreiða í Dublin og hvernig hjólreiðasamtök þar hafa unnið með yfirvöldum og almenningi að jákvæðri þróun í hjólamenningu. Nánari upplýsingar. Skráning
 • 17:30 Hjólaferð þar sem hjólað verður á milli gömlu bæjanna í Kópavogi. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Fagralund.

Laugardagur 22. september – frídagur bílsins

 • Frítt í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og að venju á Akureyri.
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira