Hoppa yfir valmynd

Skýrslur frá styrkþegum

Hér er að finna skýrslur frá styrkþegum um þau verkefni sem hlotið hafa styrk úr Kvískerjasjóði.

Úttekt á jarðminjum í Skaftafellsþjóðgarði

Skaftafellsþjóðgarður hlaut styrk árið 2006 til að gera úttekt á jarðminjum þjóðgarðsins með tilliti til verndargildis þeirra.

Skoða skýrslu (pdf-skjal)

Þróun aðferða til að efla þátttöku almennings í skipulagi og ákvarðanatöku sjálfbærrar ferðamennsku

Rannveig Ólafsdóttir prófessor við HÍ og Þorvarður Árnason Rannsóknasetri HÍ á Hornafirði hlutu styrk úr Kvískerjasjóði árið 2017 til að þróa aðferðir til að efla þátttöku íbúa í skipulagningu framtíðar ferðamennsku á jökulsvæðum m.t.t. aukins fjölda ferðamanna og breyttra loftlagsaðstæðna og sjálfbærrar ferðamennsku í Vatnajökulsþjóðgarði og nýtingu sjálfbærnivísa í skipulagningu og stjórnun.
Verkefnið er hluti af stærra NPA verkefni sem beinir sjónum að því að þróa aðferðir til að auðvelda og efla þátttöku almennings í ákvarðanatöku varðandi landnotkun. 

Skoða skýrslu (pdf-skjal)

Áhrif Vatnajökuls á veður og veðurfar

Hálfdán Ágústsson hjá Reiknistofu í veðurfræði hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2011 til að meta líklegar breytingar á staðbundnum vindum og vindafari við suðaustanverðan Vatnajökul, miðað við ætlaðar breytingar á umfangi jökulsins vegna hlýnunar á loftslagi.

Skoða skýrslu (pdf-skjal)

Jökulhlaup af völdum eldgosa í Öræfajökli

Matthew James Roberts, Veðurstofu Íslands, hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2006 til að útvíkka rannsóknir Sigurðar Björnssonar á upptökum, rennslisleiðum og landfræðilegum áhrifum jökulhlaupa úr Öræfajökli 1362 og 1727.

Skoða skýrslu (pdf-skjal)

Landslag og jöklar í nágrenni Kvískerja við landnám

Eyjólfur Magnússon, Helgi Björnsson og Finnur Pálsson hjá Jarðvísindastofnun HÍ hlutu styrk úr Kvískerjasjóði árið 2006 til íssjármælinga á Kvíár-, Fjalls- og Hrútárjökli.

Skoða skýrslu (pdf-skjal)
Grein birt í Jökli (pdf-skjal)

Eyðibýli í Austur-Skaftafellssýslu

Gísli Sverrir Árnason og samstarfshópur um verndun og nýtingu eyðibýla á Íslandi hlutu styrk úr Kvískerjasjóði árið 2011 til að hefja verkefnið Eyðibýli á Íslandi þar sem skoðað var hvort hægt væri, í samstarfi við eigendur, ferðaþjónustu, varðveisluaðila og fl., að gera upp valin eyðibýli í sveitum og nýta í ferðaþjónustu.

Skoða skýrslu (pdf-skjal)

Heimildaúttekt á fornum minjum í Öræfum

Elín Ósk Hreiðarsdóttir hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2009 til heimildaöflunar um þekktar fornleifar og sögustaði í Öræfum og nágrenni

Skoða skýrslu (pdf-skjal)

Samspil náttúruverndar og ferðamennsku í Vatnajökulsþjóðgarði

Arnþór Gunnarsson hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2008 til að greina annars vegar viðhorf og áherslur ríkisvaldsins og hagsmunaaðila á sviði náttúruverndar og hins vegar viðhorf og áherslur heimamanna, einkum á Suðursvæði og Norðursvæði varðandi stofnun og skipulag Vatnajökulsþjóðgarðs.

Skoða skýrslu (pdf-skjal)

Áhrif landgræðsluaðferða, lúpínu og áburðargjarar/sjálfssáningar, á dýralíf á Íslandi

Brynja Davíðsdóttir hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2011 til að meta áhrif mismunandi landgræðsluaðferða, lúpínusáningar og áburðardreifingar/sjálfgræðslu á dýralíf, einkum fugla og liðdýr.

Skoða skýrslu (pdf-skjal)

Hámarksútbreiðsla Vatnajökuls í lok Litlu ísaldar

Snævarr Guðmundsson hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2011 til að kanna hve umfangsmikill Vatnajökull var í hámarksútbreiðslu í lok 19. aldar.

Skoða grein

Tengsl loftslags- og jöklabreytinga suðaustan í Vatnajökli

Hrafnhildur Hannesdóttir hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árin 2007 og 2008 til að kanna viðbrögð skriðjökla í Austur-Skaftafellssýslu við loftslagsbreytingum.

Skoða skýrslu (pdf-skjal)

Hámarksútbreiðsla Kvískerjajökla í lok litlu ísaldar

Náttúrustofa Suðausturlands hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2015 til að taka saman upplýsingakort sem sýnir jöklabreytingar Kvískerjajökla á 19. og 20. öld og rúmmálsbreytingar á þessum hluta Öræfajökuls.

Skoða skýrslu (pdf-skjal)

Viðhald og rekstur á fiðrildagildrum í Skaftafellssýslum

Náttúrustofa Suðausturlands hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2017 til að halda úti fiðrildagildrum í Skaftafellssýslum á hverju ári og viðhalda þeim rannsóknum sem hófust fyrir nokkru síðan á Kvískerjum.

Skoða skýrslu (pdf-skjal)

Áhrif beitarfriðunar á vöxt, blómgun og fræframleiðslu plantna á Skeiðarársandi

Dr. Bryndís Marteinsdóttir, Dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Dr. Kristín Svavarsdóttir hlutu styrk úr Kvískerjasjóði árið 2015 til að fylgjast með langtímaáhrifum beitarfriðunar á sjálfgræðslu sandsins.

Skoða skýrslu (pdf-skjal)

Uppgræðsla með staðargróðri á Skaftafellsheiði í Öræfum

Járngerður Grétarsdóttir og Ragnar Frank Kristjánsson hlutu styrk úr Kvískerjasjóði árið 2015 til að prófa aðferðir við endurheimt staðargróðurs í nágrenni gönguleiðar á Skaftafellsheiði í Vatnajökulsþjóðgarði. 

Skoða skýrslu (pdf-skjal)

Rannsóknir á sjóbirtingi í Hornafirði og Skarðsfirði

Jóhannes Sturlaugsson og Gísli Karl Ágústsson hjá Laxfiskum ehf. hlutu styrk úr Kvískerjasjóði árið 2005 til rannsókna á sjóbirtingi í Hornafirði og Skarðsfirði, afla grunnupplýsinga um ferðir og fæðu sjóbirtings með hliðsjón af eiginleikum fiskanna og árstíma.

Skoða skýrslu (pdf-skjal)

Skráning menningarminja í Öræfasveit

Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2011 til að skrásetja og ljósmynda muni frá fyrri hluta 20. aldar sem eru í eigu íbúa í Öræfum. Markmiðin með skráningunni var að rannsaka hvert umfang gamalla hluta er í Öræfasveit, skrá þá í gagnagrunn Byggðasafnsins á Höfn og taka viðtöl við eigendur hlutanna.

Skoða skýrslu (pdf-skjal)

Aldursgreining gróðurleifa við Breiðamerkurjökul

Snævarr Guðmundsson hjá Náttúrustofu Suðausturlands hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2013 til að vinna að aldursgreiningu á gróðurleifum í setlagi sem fannst í jökulaur fyrir framan Breiðamerkurjökul sumarið 2012.

Skoða skýrslu (pdf-skjal)

Rannsókn og miðlun á fornum minjum í landi Kvískerja

Elín Ósk Hreiðarsdóttir hjá Fornleifastofnun Íslands hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2011 til að kortleggja og skrá fornleifar í landi Kvískerja. Markmið verkefnisins var að dýpka þekkingu á fornleifum og sögu Kvískerja með því að skrá og hnitsetja alla þekkta minjastaði og lýsa þeim, teikna upp rústir og taka ljósmyndir og jafnframt að meta ástand minja í landi Kvískerja og þá hættu sem í sumum tilfellum kann að þeim að steðja.

Skoða skýrslu (pdf-skjal)

Útdráttur: Farleiðir og vetrarstöðvar skúma á Breiðamerkursandi eftir Ellen Magnúsdóttur.

Á undanförnum árum hafa verið þróaðir gagnaritar sem opnað hafa fyrir möguleika á því að rannsaka ferðir sjófugla að vetrarlagi en þekking okkar á ferðum og vetrarvistfræði sjófugla er afar brotakennd. Skúmurinn (Stercorarius skua) er sjófugl sem á höfuðstöðvar sínar hérlendis á söndum A-Skaftafellssýslu.

Skoða útdrátt (pdf-skjal)

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira