Úttektir á opinberum vefjum

Hvað er spunnið í opinbera vefi?Hvað er spunnið í opinbera vefi 2017

Gerð verður könnun á opinberum vefjum haustið 2017. Það verður í sjöunda sinn sem slík úttekt er gerð en þær hafa verið framkvæmdar annað hvert ár frá 2005. 

Niðurstöður þessara kannana eru mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun opinberra vefja með tilliti til innihalds, nytsemi, aðgengis, þjónustu og lýðræðislegrar þátttöku á vefjum. Síðast, árið 2015, var í fyrsta sinn að auki gerð úttekt á öryggi vefja og verður slík úttekt gerð aftur núna.

Kynningarfundur 22. ágúst 2017

Haldinn var kynningarfundur fyrir vef- og upplýsingafólk stofnana í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þriðjudaginn 22. ágúst 2017.

Framkvæmd

Úttekt á innihaldi, nytsemi, aðgengi, þjónustu og lýðræðislegri þátttöku

Annars vegar verður framkvæmt mat á vefjum samkvæmt fyrirfram ákveðnum gátlista. Hins vegar svara tengiliðir opinberra aðila spurningalista. Tengiliðirnir fá einnig tækifæri til að gera athugasemdir við mat á vefjunum. 

Spurningalistinn verður með svipuðu móti og áður, hér fyrir neðan verður hægt er að skoða hann og önnur gögn sem skýra framkvæmd könnunarinnar.

Almennt varðandi könnunina:

Aðgengi vefja

Í maí 2012 samþykkti ríkisstjórnin aðgengisstefnu fyrir opinbera vefi sem er ætlað að tryggja aðgengi að þeim fyrir blinda, sjónskerta og aðra sem þurfa hjálpartæki við lestur efnis og notkun vefja. Stefnan byggir á staðli alþjóðlegu staðlasamtakanna W3C (WCAG 2.0 AA).

Þá hefur ný tilskipun um aðgengi að opinberum vefsíðum og forritum nr. 2016/2102/EB tekið gildi í Evrópusambandinu. Aðildarríkjunum er gefinn frestur til 23. september 2018 til að innleiða ákvæði hennar en ekki er ljóst hvenær tilskipunin verður tekin upp í EES-samninginn sem Ísland á aðild að.

Tól sem notuð eru við úttekt á aðgengi:

Úttekt á öryggi vefja

Úttekt á öryggi vefjanna verður gerð í júlímánuði 2017 og verða allir vefir skannaðir með forritum til að finna hvort um er að ræða veikleika í öryggi þeirra. Óskað verður eftir að tengiliðir vefjanna upplýsi rekstrar- og hýsingaraðila þeirra um fyrirhugaða úttekt en um er að ræða sérhæfða þætti sem hinn almenni vefstjóri hefur ekki tök á að lagfæra sjálfur á sínum vef. Öryggisúttektin hefur ekki nein áhrif á virkni vefjanna. Tengiliðir vefjanna svara svo stuttum spurningarlista í heildarúttektinni.

Auk þessa verða um 40 vefir skoðaðir ítarlegar, meðal annars með hliðsjón af þekktri aðferðafræði sem lýst er í Vefhandbókinni. Þetta er gert með þeim hætti að það valdi ekki neinni truflun á virkni viðkomandi vefjar. Ekki verða framkvæmdar innbrotsprófanir, heldur einungis leitað eftir öryggisveikleikum.

Svavar Ingi Hermannsson upplýsingaöryggissérfræðingur, sér um þetta verkefni.

Ítarefni

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn