3.7 Framsetning á efni og flogaköst
3.7.1 Blikkandi myndir
Varast ber að nota blikkandi myndir en slíkt getur framkallað köst hjá flogaveikum einstaklingum og mígrenissjúklingum. Ef myndir eru á hreyfingu, til dæmis „flash“-myndir, er rétt að gefa notendum kost á að stöðva slíkar myndir. Blikkandi myndir eru einnig til ama fyrir aðra notendur.
Flogaveikir einstaklingar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir blikki á skjánum og eiga í hættu að fá flogakast við slíkar aðstæður.
- Engin mynd má blikka oftar en þrisvar sinnum á einni sekúndu.
- Vara má notendur við fyrirfram ef blikk er í vændum.
- Ef blikk er óumflýjanlegt af einhverjum ástæðum þarf það að slökkva sjálfkrafa á sér innan ákveðins tíma en ýmsir gátlistar stinga upp á 5 sekúndum í því sambandi.
Hreyfimyndir eru einnig vandmeðfarnar. Texti á hreyfingu skapar ýmisleg vandamál, sérstaklega fyrir fatlaða einstaklinga eða þá sem eiga erfitt með lestur.
- Forðist að nota hreyfimyndir ef aðrar lausnir eru mögulegar.
- Leyfið notendum að stöðva hreyfimyndir.
Tæki og tól til að skoða blikk á vefsíðum
Vefhandbókin - Aðgengi og nytsemi
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.