Stafrænt frelsi

Frelsi einstaklingsins hefur í gegnum árin verið mikilvægur þáttur í þróun allra samfélaga. Þegar þátttaka í samfélaginu færist yfir á stafrænt form má ekki gleyma að viðhalda þessu sama frelsi einstaklingsins. Í þessari handbók má finna fræðsluefni um stafrænt frelsi í öllum sínum myndum frá frjálsum hugbúnaði til opinna staðla til frjálsrar þekkingar. Handbókin svarar ýmsum spurningum, telur upp nokkur frjáls verkefni og reynir að gefa góða yfirsýn yfir það hvernig má viðhalda frelsi okkar í stafrænum heimi.

Allt efni handbókarinnar um stafrænt frelsi er gefið út undir Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0 Unported leyfinu. Öllum er frjálst að nýta efnið í sínum verkefnum svo framarlega sem þau verk séu gefin út undir svipuðu leyfi og að upprunalegs höfundar sé getið.

Allar ábendingar, breytingar og viðbætur við efnið eru vel þegnar. Handbókin var birt hér á vefnum árið 2009 því er mögulegt að upplýsingar séu ekki réttar miðað við stöðu mála í dag.Creative Commons License

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn