Hoppa yfir valmynd

Ferðaráð vegna COVID-19 heimsfaraldurs

Utanríkisráðuneytið gefur ekki lengur út ferðaráð vegna COVID-19 heimsfaraldurs. Á vefsíðum flestra flugfélaga má finna áreiðanlegar upplýsingar um gildandi reglur á áfangastað.

Einnig má benda á upplýsingavefinn Re-open EU vegna ferðalaga innan EES-svæðisins.

Loks bendum við á ferðaviðvaranir helstu grannríkja Íslands sem hafa víðtækt net sendiskrifstofa og gefa út ítarleg ferðaráð og viðvaranir.

Upplýsingar vegna COVID-19 á Íslandi má finna á www.covid.is

Allar sóttvarnareglur vegna COVID-19 hafa verið felldar úr gildi á landamærum Íslands, óháð bólusetningastöðu ferðamanna. Sjá nánar í fréttatilkynningu stjórnvalda. Athugið að reglur um ferðaáritanir (visa) til Íslands hafa ekki breyst.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aðstoðar Íslendinga í erfiðleikum erlendis. Hægt er að senda tölvupóst á [email protected] Í neyðartilvikum sem ekki þola bið má hringja í neyðarnúmer borgaraþjónustu +354 545-0-112 allan sólarhringinn.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum