Hoppa yfir valmynd

Ungliðastöður á vegum Sameinuðu þjóðanna (e. Junior Professional Officers)

Flestar stofnanir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) starfrækja svokallað Ungliðaverkefni (e. Junior Professional Officers Programme) þar sem ungu fagfólki er gefið tækifæri til að öðlast reynslu á sviði fjölþjóðlegrar samvinnu undir umsjón sérfræðinga.

Um er að ræða byrjendastöður (yfirleitt sérfræðingar sem fylla P1 eða P2 stöðugildi innan SÞ kerfisins). Viðkomandi samstarfsstofnun SÞ tekur ákvörðun um ráðningu, en ráðning er til eins árs með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar. Sérfræðingurinn verður starfsmaður viðkomandi samstarfsstofnunar SÞ og launa- og starfskjör eru samkvæmt reglum stofnunarinnar.

Umsækjendur þurfa að vera 32 ára og yngri (miðað er við fæðingarár), hafa háskólagráðu sem nýtist í starfi og mjög góða færni í ensku.

Hér fyrir neðan eru frekari upplýsingar um Ungliðaverkefni SÞ á vegum þeirra stofnanna sem Ísland á í samstarfi við:

UNGLIÐASTÖÐUR LAUSAR TIL UMSÓKNAR:

Engar stöður eru lausar til umsóknar eins og er. 

Síðast uppfært: 18.7.2022
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira