Breytingar við lok aðlögunartímabilsins
Þegar Bretland gekk úr Evrópusambandinu (ESB), og þar með EES-samningnum, 31. janúar 2020 tók við aðlögunartímabil (e. transition period) sem gilti til loka árs 2020. Þegar aðlögunartímabilinu lauk varð umtalsverð breyting á sambandi Íslands og Bretlands þar sem EES-samningurinn og aðrir samningar Íslands við ESB hættu að gilda um Bretland. Allir sem stunda viðskipti eða eiga í öðrum samskiptum við Bretland eru hvattir til að kynna sér þessar breytingar og gera viðeigandi ráðstafanir.
Í yfirlitinu hér að neðan er greint frá stöðu mála á lykilsviðum.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.