Hoppa yfir valmynd

Framtíðarsamningar við Bretland

Samningaviðræður Íslands og Bretlands um framtíðarsamband ríkjanna standa nú yfir og munu nýjir samningar leysa af hólmi bráðabirgðafríverslunarsamning sem tekur gildi þann 1. janúar 2020. Bráðabirgðafríverslunarsamningurinn tekur við af EES-samningnum og öðrum samningum Íslands við ESB í samskiptum Íslands og Bretlands. Hér má finna nánari upplýsingar um bráðabirgðasamninginn. Samningaviðræðurnar eru afar umfangsmiklar og skiptast í megindráttum í tvennt - fríverslunarviðræður og  viðræður um önnur mál sem falla utan hefðbundins fríverslunarsamnings. Ísland semur ásamt hinum EFTA-ríkjunum innan EES, Noregi og Liechtenstein, um víðtækan fríverslunarsamning við Bretland. Viðræðurnar taka m.a. á markaðsaðgangi fyrir vörur, þjónustu og fjárfestingu. Samningurinn mun jafnframt innihalda ákvæði um upprunareglur og tollamál, tæknilega staðla og reglur um dýraheilbrigði, hugverkaréttindi og sjálfbæra þróun.  Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur kynnt ríkisstjórninni samningsmarkmið Íslands fyrir framtíðarviðræðurnar. Þau byggja á fyrirliggjandi undirbúningsvinnu og samráði við hagsmunaaðila, önnur ráðuneyti og viðkomandi stofnanir.

Samningsaðilar vinna nú hörðum höndum að því að ljúka viðræðum svo að nýr fríverslunarsamningur geti tekið gildi svo fljótt sem auðið er.

Viðræður um framtíðarsamband við Bretland á öðrum sviðum

Í viðræðum um önnur mál sem falla utan fríverslunarviðræðna liggur þegar fyrir loftferðasamningur á milli Íslands og Bretlands sem verður beitt við lok árs 2020 og hafa áframhaldandi lendingarréttindi því verið tryggð. Nýr loftferðasamningur var undirritaður 16. desember 2020. Þá eru íslensk stjórnvöld að ræða við Bretland um framtíðarsamstarf ríkjanna á mikilvægum sviðum á borð við almannatryggingar og heilbrigðisþjónustu, dvalarleyfi ungmenna, rannsóknir og menntun, flugöryggismál,, gagnkvæma viðurkenningu á ökuskírteinum og innra öryggi. Unnið er að því að ljúka viðræðum eins fljótt og auðið.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira