Ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr ESB og EES
Réttindi borgara til búsetu
Utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein undirrituðu þann 28. janúar 2020 samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB) og þar með úr Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Samningurinn leysir úr viðeigandi útgönguskilmálum með sambærilegum hætti og gert er í útgöngusamningi Bretlands og ESB. Hann tryggir m.a. að Íslendingar sem búa í Bretlandi eða flytja þangað fyrir lok aðlögunartímabilsins geti verið þar áfram og að réttindi þeirra verði í öllum grundvallaratriðum óbreytt. Þetta á einnig við um breska ríkisborgara sem búa á Íslandi. Í samningnum er einnig að finna ákvæði um tengd réttindi sem varða til að mynda almannatryggingar og viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi. Þá er í samningnum greitt úr ýmsum tæknilegum úrlausnarnefnum vegna útgöngu Bretlands úr EES á sviði vöruviðskipta, opinberra innkaupa, hugverkaréttinda, persónuverndar og tollamála. ÞSamningurinn er byggður á viðeigandi þáttum í útgöngusamningi Bretlands og ESB.
Lög um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr ESB og EES voru samþykkt á Alþingi 17. október 2019. Lögin tryggja m.a. að samningurinn um útgönguskilmála gat tekið gildi og skilgreinir þar að auki stöðu Bretlands á aðlögunartímabilinu.
Vöruviðskipti
Ísland, Noregur og Bretland undirrituðu 8. desember 2020 bráðabirgðafríverslunarsamning vegna vöruviðskipta. Samningurinn felur í sér að núverandi tollkjör halda í grundvallaratriðum áfram að gilda fyrir inn- og útflutning til og frá Bretlandi.
- Lokatexti samningsins.
- Sameiginleg yfirlýsing samningsaðila hvað varðar upprunareglur.
- Nánari upplýsingar um samningin.
- Skýrsla breska utanríkisviðskiptaráðuneytisins um samninginn.
- Upplýsingar um heilbrigðiskröfur í inn- og útflutningi til og frá Bretlandi á heimasíðu MAST
- Upplýsingar um Tollamál og Brexit hjá Skattinum.
Loftferðir
Ísland og Bretland undirrituðu loftferðasamning 16. desember 2020. Nauðsynlegt er að tryggja að ekki verði rask á flugi milli Íslands og Bretlands. Lendingarréttindi hafa verið tryggð með tvíhliða loftferðasamningi á milli Íslands og Bretlands sem verður beitt þegar aðlögunartímabilinu lýkur.
Sjávarútvegsmál
Samkomulag liggur fyrir um framtíðarsamstarf Íslands og Bretlands í sjávarútvegsmálum. Með samkomulaginu er stofnað til reglulegs samráðs til að viðhalda og efla gott samstarf ríkjanna á sviði sjávarútvegs eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Almennt samstarf
Ísland og Bretland hafa gert með sér samkomulag um samstarf ríkjanna til næstu 10 ára. Yfirlýsingunni er ætlað að efla tvíhliða samskipti ríkjanna með sameiginlegum framtaksverkefnum.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.