Hoppa yfir valmynd

Réttindi til búsetu og dvalar í Bretlandi

Réttur Íslendinga sem búa í Bretlandi fyrir lok aðlögunartímabilsins til áframhaldandi dvalar er nú þegar tryggður. Hins vegar þurfa allir íslenskir ríkisborgarar búsettir í Bretlandi, sem ætla að búa áfram í Bretlandi eftir lok aðlögunartímabilsins, að staðfesta rétt sinn í gegnum sérstakt skráningarkerfi breskra stjórnvalda.*

Hér að neðan eru upplýsingar um stöðu fólks miðað við mismunandi aðstæður. Breska innanríkisráðuneytið starfrækir einnig símaver sem svarar spurningum frá evrópskum borgurum varðandi skráningarferlið.

Upplýsingasími breska innanríkisráðuneytisins fyrir evrópska borgara: (+44) 0300 123 7379

  • Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 8:00 til 20:00  og um helgar frá kl. 9:30-16:30.

Samkvæmt breskum lögum er íslenskum stjórnvöldum eða sendiráði Íslands í London óheimilt að veita ráðgjöf í einstökum málum. Upplýsingar um aðila sem mega veita sérstaka ráðgjöf.

*Íslendingar sem hafa ILR stöðu í Bretlandi (e. Indefinite Leave to Remain) eru ekki skyldugir til að sækja um en er þó ráðlagt að kynna sér settled status sem gæti veitt víðtækari réttindi en ILR.

Býrðu í Bretlandi?

Réttindi þeirra EES-ríkisborgara sem flytjast til Bretlands fyrir 1. janúar 2021 til áframhaldandi búsetu eru tryggð að því gefnu að þeir:

  • sæki rafrænt um settled status (hafi þeir verið búsettir í Bretlandi í minnst fimm ár þegar sótt er um) eða,
  • sæki rafrænt um pre-settled status (hafi þeir verið búsettir í Bretlandi í styttri tíma þegar sótt er um).

Fimm ára búseta telst búseta í sex mánuði á hverju 12 mánaða tímabili í minnst fimm ár í röð, undanþágur kunna að eiga við.

Þeir sem fá skráðan pre-settled status geta síðar sótt um settled status þegar fimm ára búsetuskilyrði er uppfyllt.

Sjá frekari upplýsingar varðandi skráningu fjölskyldumeðlima sem ekki eru EES-ríkisborgarar á vef breska innanríkisráðuneytisins.

Umsóknarfrestur rennur út hinn 30. júní 2021.

Sjá nánar á vef breska innanríkisráðuneytisins.

Ef þú ert í vafa um þína stöðu eða hvaða aðgerða er krafist má nálgast spurningalista og svör á heimasíðu breskra stjórnvalda.

Í hnotskurn: Réttindi íslenskra ríkisborgara sem eru búsettir í Bretlandi fyrir 1. janúar 2021: Umsóknarfrestur til 30. júní 2021 – það þarf að staðfesta rétt með rafrænni umsókn.

Hyggstu heimsækja Bretland?

EES-ríkisborgurum er áfram frjálst að heimsækja Bretland án vegabréfsáritunar.

Athuga skal að sem sakir standa mun evrópska sjúkratryggingakortið ekki gilda lengur í Bretlandi eftir 31. desember 2020. Þetta á einnig við um farþega sem eingöngu millilenda í Bretlandi. Gera má ráð fyrir að fyrir þann tíma komi í ljós hvort framtíðarfyrirkomulag náist í þessum efnum. Sjá nánari upplýsingar á vef Sjúkratrygginga Íslands.

Í hnotskurn: Íslenskir ríkisborgarar munu ekki þurfa vegabréfsáritun til Bretlands, a.m.k. ekki til og með 31. desember 2020. Evrópska sjúkratryggingakortið gildir í Bretlandi til og með 31. desember 2020.

Sjá nánari upplýsingar á vef breskra stjórnvalda um heimsóknir til Bretlands eftir útgöngu úr ESB.

Réttindi Íslendinga til búsetu í Bretlandi

 

 

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira