Hoppa yfir valmynd

Skipulag - stýrihópur

Mikil vinna hefur þegar átt sér stað við undirbúning og forgangsröðun Brexit-viðræðna. Í ársbyrjun 2017 var skipaður Brexit-stýrihópur utanríkisráðuneytisins, sem og fimm vinnuhópar til að skilgreina markmið Íslands fyrir framtíðarviðræður við Bretland. Í nóvember 2017 var birt viðamikil skýrsla sem byggði á þessu starfi og greindi hagsmuni Íslands við útgöngu Breta úr EES samhliða útgöngu þeirra úr ESB. Þá hafa vinnuhóparnir haldið áfram greiningarvinnu sinni sem miðar að því að skila helstu markmiðum og forgangsröðun samningsatriða þegar kemur að fyrirkomulagi framtíðarviðskipta Íslands og Bretlands. Hafa vinnuhóparnir átt samráð við fulltrúa ólíkra atvinnugreina við að kortleggja stöðuna og skilgreina samningsmarkmið Íslands. Einnig þarf sífellt að endurmeta markmið Íslands í ljósi framvindu viðræðna á milli Bretlands og ESB. Ef marka má yfirlýsingar ESB og Bretlands um lok hugsanlegs bráðabirgðatímabils þyrfti nýr fríverslunarsamningur milli Íslands og Bretlands að geta tekið gildi í 1. janúar 2021 til að tryggja að ekkert lagalegt tómarúm myndist.

Eins og áður hefur komið fram þurfa stjórnvöld einnig að huga að því hvernig styrkja megi tvíhliða samstarf Íslands og Bretlands á ýmsum sviðum, eins og t.d. í öryggis- og varnarmálum. Brexit-vinnuhópur V hefur t.a.m. unnið að kortlagningu samstarfs Íslands og Bretlands utan EES og hvernig auka má þetta samstarf. Samstarf á sviði sjávarútvegsmála er annað svið sem mikill vilji er til að efla, enda er ljóst að Bretar munu taka sæti við borðið þegar samið verður um nýtingu deilistofna eftir útgöngu úr ESB. Þessi mál, auk annarra, tengjast eftirfylgni tvíhliða samráðs Íslands og Bretlands sem fram fór í nóvember sl., m.a. með gerð samstarfsáætlunar sem nær yfir mörg ólík svið. Vonast er til að slík samstarfsáætlun liggi fyrir síðar á árinu.

Auk vinnunnar við útgöngumál og framtíðarsamband við Bretland þarf einnig að huga að viðbrögðum Íslands ef ekki næst að semja um bráðabirgðatímabil á milli ESB og Bretlands með óbreyttu regluverki. Þótt litlar líkur séu á því, er ekki hægt að útiloka að viðræður á milli Bretlands og ESB sigli í strand, þ.e. að Bretland hverfi úr ESB án samnings. Ef sú staða kemur upp hvílir sú ábyrgð á íslenskum stjórnvöldum að þau hafi tilbúna aðgerðaáætlun sem hrinda mætti í framkvæmd til að tryggja skilgreinda kjarnahagsmuni, t.d. varðandi útflutning, loftferðamál og önnur málefni. Í þessu tilliti hefur fyrsta skrefið verið tekið með hagsmunagreiningunni vegna útgöngu Bretlands úr EES sem utanríkisráðuneytið birti í nóvember sl. Í henni var leitast við að greina áhrif þess ef ákvæði EES giltu ekki lengur í samskiptum við Bretland. Brýnt er að undirbúa hugsanleg viðbrögð Íslands við slíku ástandi í samráði við hagsmunaaðila.

Stýrihópur

  • Formaður: Jóhanna Jónsdóttir
  • Fulltrúar: Nikulás Hanningan, Jörundur Valtýsson, Bergþór Magnúson, Sigurgeir Þorgeirsson, Finnur Þór Birgisson, Guðrún Þorleifsdóttir, Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, Hrund Hafsteinsdóttir og Hafdís Ólafsdóttir. 
  • London: Stefán Haukur Jóhannesson, Ingólfur Friðriksson,
  • Brussel: Gunnar Pálsson, Þórður Jónsson, Anna Pála Sverrisdótir
  • Genf: Harald Aspelund, Nína Björk Jónsdóttir
  • Ósló: Hermann Ingólfsson, Ragnheiður Harðardóttir. 
  • Starfsmenn: Kristín Halla Kristinsdóttir og Óli Dagur Valtýsson 
Vinnuhópur I
Formaður: Sigurgeir Þorgeirsson (ANR),
Starfsmaður: Óli Dagur Valtýsson 
Svið: Markaðsaðgangur fyrir sjávarafurðir, landbúnaðarvörur og iðnaðarvörur.
Fulltrúar: Arnar Freyr Einarsson og Erna Jónsdóttir (ANR), Benedikt S. Benediktsson og Maríanna Jónasdóttir (FJR), Oddný Rósa Ásgeirsdóttir (Tollstjóri).

Vinnuhópur II
Formaður: Bergþór Magnússon (UTN)
Starfsmaður: Óli Dagur Valtýsson 
Svið: Tæknilegar viðskiptahindranir, matvælalöggjöf, orkumál, hugverkaréttindi, opinber innkaup, ríkisaðstoð og samkeppnismál.
Fulltrúar: Margrét Hjálmarsdóttir (Einkaleyfastofa), Eggert Ólafsson, Erla Sigríður Gestsdóttir og Heimir Skarphéðinsson (ANR), Guðrún Ögmundsdóttir og Haraldur Steinþórsson (FJR), Kjartan Ingvarsson (UAR), Hlynur Hreinsson og Gunnar Þ. Gylfason (VEL), Jón Vilberg Guðjónsson (MMR).

Vinnuhópur III
Formaður: Guðrún Þorleifsdóttir (FJR)
Starfsmaður: Kristín Halla Kristinsdóttir
Svið: Almenn þjónustustarfsemi, staðfesturéttur, frjálsar fjármagnshreyfingar, fjárfestingar, fjármálaþjónusta, flutningaþjónusta, fjarskipti, félagarétt, persónuvernd og hljóð- og myndmiðlun.
Fulltrúar: Sigurbjörg Stella Guðmundsdóttir (ANR), Marta Margrét Rúnarsdóttir og Guðmundur Kári Kárason (FJR), Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir, Gunnar Örn Indriðason, Skúli Þór Gunnsteinsson og Vera Sveinbjörnsdóttir (SRN) Þorgeir Ólafsson (MMR), Rósa D. Flosadóttir (DMR).
Vinnuhópur IV
Formaður: Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir (UTN),
Starfsmaður: Kristín Halla Kristinsdóttir
Svið: Frjáls för fólks, almannatryggingar, gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi, neytendamál, umhverfismál, rannsóknir, þróun og samstarf á sviði mennta- og menningarmála, jafnrétti kynjanna og vinnuréttarmál.
Fulltrúar: Hildur Sverrisdóttir Röed og Steinunn Margrét Lárusdóttir (VEL), Vera Dögg Guðmundsdóttir (DMR), Hreinn Hrafnkelsson og Ólafur Egill Jónsson (ANR), Ásgerður Kjartansdóttir (MMR), Helga Jónsdóttir (UAR), Steinar Örn Steinarsson og Anna Valbjörg Ólafsdóttir (FJR).

Vinnuhópur V
Formaður: Hrund Hafsteinsdóttir (UTN)
Starfsmaður: Ragnar Þorvarðarson
Svið: Svið sem falla utan gildissviðs EES-samningsins, þ.m.t. öryggis- og varnarmál, stjórnun fiskveiða og viðræður um deilistofna og samstarf á sviði innanríkis- og dómsmála.
Fulltrúar: Margrét Kristín Pálsdóttir (DMR),Stefán Ásmundsson (ANR),Jóhann Sigurjónsson, Ólöf Hrefna Kristjánsdóttir og Snorri Matthíasson (UTN) , Hinrika Sandra Ingimundardóttir (DMR).

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira