Hoppa yfir valmynd

Skipulag

Mikil vinna hefur þegar átt sér stað við undirbúning fyrir útgöngu Bretlands úr ESB og forgangsröðun vegna framtíðarviðræðna. Í ársbyrjun 2017 var skipaður Brexit-stýrihópur utanríkisráðuneytisins, sem og fimm vinnuhópar til að skilgreina markmið Íslands fyrir framtíðarviðræður við Bretland. Í nóvember 2017 var birt viðamikil skýrsla sem byggði á þessu starfi og greindi hagsmuni Íslands við útgöngu Breta úr EES samhliða útgöngu þeirra úr ESB. Þá hafa vinnuhóparnir haldið áfram greiningarvinnu sinni sem miðar að því að skila helstu markmiðum og forgangsröðun samningsatriða þegar kemur að fyrirkomulagi framtíðarsambands Íslands og Bretlands. Hafa vinnuhóparnir átt samráð við fulltrúa ólíkra atvinnugreina við að kortleggja stöðuna og skilgreina markmið Íslands. Einnig þarf sífellt að endurmeta markmið Íslands í ljósi framvindu viðræðna á milli Bretlands og ESB. Ef marka má drög að útgöngusamningi ESB og Bretlands um lok fyrirhugaðs aðlögunartímabils þyrfti nýr fríverslunarsamningur milli Íslands og Bretlands að geta tekið gildi í 1. janúar 2021 til að tryggja að ekkert lagalegt tómarúm myndist. Þó er möguleiki á að aðlögunartímabilið verði framlengt ef útgöngusamningur nær fram að ganga.

Í byrjun árs 2020 skipaði utanríkisráðherra sérstaka samninganefnd til að leiða viðræðurnar af Íslands hálfu. Við skilgreiningu á og útfærslu samningsmarkmiða mun samninganefndin draga á sérfræðiþekkingu og stuðning framangreindra vinnuhópa. Hún mun og hafa náið samráð við hagsmunaaðila og utanríkismálanefnd Alþingis.

Samninganefnd

Þórir Ibsen, sendiherra, aðalsamningamaður og formaður samninganefndarinnar

Jóhanna Jónsdóttir, verkefnisstjóri og varaformaður samninganefndarinnar

Ingólfur Friðriksson, sendiráðunautur, leiðir viðræður um vöruviðskipti

Þórður Jónsson, sendiráðunautur, leiðir viðræður um þjónustuviðskipti

Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, leiðir viðræður um fjármálaþjónustu

Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, sendifulltrúi, leiðir viðræður um málefni er varða réttindi borgara

Þórður B. Guðjónsson, sendifulltrúi, leiðir viðræður um aðra málaflokka er lúta að framtíðarsamstarfi ríkjanna

Jafnframt starfa með nefndinni Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, Ögmundur Hrafn Magnússon, starfsmaður viðskiptaskrifstofu og Gautur Sturluson fulltrúi úr lagateymi utanríkisráðuneytisins.

Vinnuhópar

Vinnuhópur I
FormaðurIngólfur Friðriksson(UTN),
Starfsmaður:Sunna Sasha Larosiliere
Svið: Markaðsaðgangur fyrir sjávarafurðir, landbúnaðarvörur og iðnaðarvörur.
Fulltrúar: Arnar Freyr Einarsson og Erna Jónsdóttir (ANR), Rakel Jensdóttir (FJR), Oddný Rósa Ásgeirsdóttir (Tollstjóri).

Vinnuhópur II
Formaður:IngólfurFriðriksson(UTN)
Starfsmaður:Sunna Sasha Larosiliere
Svið: Tæknilegar viðskiptahindranir, matvælalöggjöf, orkumál, hugverkaréttindi, opinber innkaup, ríkisaðstoð og samkeppnismál.
Fulltrúar: Brynhildur Pálmarsdóttir (Hugverkastofan), Ása Þórhildur Þórðardóttir, Erla Sigríður Gestsdóttir, Heimir Skarphéðinsson, Linda Fanney Valgeirsdóttir og Þórarinn Örn Þrándarson (ANR), Guðrún Birna Finnsdóttir og Haraldur Steinþórsson (FJR), Kjartan Ingvarsson (UAR), Gunnar Þ. Gylfason (FÉL), Jón Vilberg Guðjónsson (MMR).

Vinnuhópur III
Formaður:Þórður Jónsson (UTN)
Guðrún Þorleifsdóttir (FJR) leiðir viðræður vegna fjármálaþjónustu
Starfsmaður:Kristín Halla Kristinsdóttir
Svið: Almenn þjónustustarfsemi, staðfesturéttur, frjálsar fjármagnshreyfingar, fjárfestingar, fjármálaþjónusta, flutningaþjónusta, fjarskipti, félagarétt, persónuvernd og hljóð- og myndmiðlun.
Fulltrúar: Sigurbjörg Stella Guðmundsdóttir (ANR), og Guðmundur Kári Kárason (FJR, Sóley Ragnarsdóttir (SRN), Skúli Þór Gunnsteinsson (SRN) , Ólafur Kr. Hjörleifsson (SRN)og Þorgeir Ólafsson (MMR), Rósa D. Flosadóttir (DMR).
Vinnuhópur IV
Formaður:Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir(UTN),
Starfsmaður:Kristín Halla Kristinsdóttir
Svið: Frjáls för fólks, almannatryggingar, gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi, neytendamál, umhverfismál, rannsóknir, þróun og samstarf á sviði mennta- og menningarmála, jafnrétti kynjanna og vinnuréttarmál.
Fulltrúar: Hildur Sverrisdóttir Röed (FRN), Jón Þór Þorvaldsson (FRN), Guðlín Steinsdóttir (HRN), Hanna Rún Sverrisdóttir (DMR), Hreinn Hrafnkelsson og Daði Ólafsson (ANR), Ásgerður Kjartansdóttir og Ólafur Grétar Kristjánsson (MMR), Helga Jónsdóttir og Kjartan Ingvarsson (UAR), Steinar Örn Steinarsson og Anna Valbjörg Ólafsdóttir (FJR), Skúli Þór Gunnsteinsson (SRN).

Vinnuhópur V
Formaður: Þórður Bjarni Guðjónsson(UTN)
Starfsmaður:Ágúst Már Ágústsson(UTN)
Svið: Svið sem falla utan gildissviðs EES-samningsins, þ.m.t. öryggis- og varnarmál, stjórnun fiskveiða og viðræður um deilistofna og samstarf á sviði innanríkis- og dómsmála.
Fulltrúar: Auðbjörg Halldórsdóttir (FOR) Kjartan Ólafson (DMR), Stefán Ásmundsson (ANR), Ólöf Hrefna Kristjánsdóttir (UTN) og Hinrika Sandra Ingimundardóttir (DMR).
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira