Hoppa yfir valmynd

Bókun 1

Ákvæði gerða sem vísað er til í viðaukum við samninginn skulu gilda í samræmi við samninginn og þessa bókun, nema kveðið sé á um annað í viðkomandi viðauka. Sérstök nauðsynleg aðlögun fyrir einstakar gerðir er að finna í þeim viðauka þar sem viðkomandi gerð er skráð.

1. Inngangur að gerðum
Inngangsorð gerða sem vísað er til eru ekki aðhæfð hvað samninginn varðar. Mikilvægi þeirra fer eftir því hversu nauðsynleg þau eru fyrir rétta túlkun og beitingu, innan ramma samningsins, þeirra ákvæða sem í gerðunum felast.

2. Ákvæði um EB-nefndir
Í 81., 100. og 101. gr. samningsins og bókun 31 er fjallað um starfshætti, fyrirkomulag stofnana, eða önnur ákvæði um EB-nefndir í gerðunum sem vísað er til.

3. Ákvæði um tilhögun aðlögunar/breytinga á gerðum bandalagsins
Ef gerð sem vísað er til gerir ráð fyrir Evrópubandalagstilhögun við aðlögun, útvíkkun eða breytingu á gerðinni eða þróun nýrrar stefnu, frumkvæðis eða gerða innan bandalagsins gilda viðeigandi reglur um ákvarðanatöku samkvæmt samningnum.

4. Tilhögun varðandi upplýsingaskipti og tilkynningar
a) [Þegar aðildarríki EB ber að veita framkvæmdastjórn EB upplýsingar skal EFTA-ríki veita eftirlitsstofnun EFTA slíkar upplýsingar og hún koma þeim áleiðis til fastanefndar EFTA-ríkjanna. Hið sama gildir þegar þar til bær yfirvöld eiga að annast sendingu upplýsinga. Framkvæmdastjórn EB og eftirlitsstofnun EFTA skulu skiptast á upplýsingum sem þeim hafa borist frá aðildarríkjum EB eða EFTA-ríkjunum eða þar til bærum yfirvöldum.]*)
*) Ákvörðun nr. 2/94 (EES-viðbætir nr. 1/04, 30.03.1994). Gildistaka: 1.7.1994.

b) Þegar aðildarríki EB ber að veita einu eða fleiri aðildarríkjum EB upplýsingar skal það einnig veita framkvæmdastjórn EB þessar upplýsingar og skal hún koma þeim á framfæri við fastanefndina sem dreifir þeim til EFTA-ríkjanna.

EFTA-ríki skal veita einu eða fleiri EFTA-ríkjum samsvarandi upplýsingar og einnig fastanefndinni sem kemur upplýsingunum á framfæri við framkvæmdastjórn EB er dreifir þeim til aðildarríkja EB. Hið sama gildir þegar þar til bær yfirvöld eiga að veita upplýsingarnar.

c) Á sviðum þar sem brýn þörf er á skjótvirkri upplýsingamiðlun ber að leita viðeigandi lausna fyrir einstök svið til þess að greiða fyrir beinum upplýsingaskiptum.

d) Störf framkvæmdastjórnar EB vegna tilhögunar við sannprófun eða samþykki, upplýsingar, tilkynningar eða ráðgjöf og skyld málefni skulu að því er EFTA-ríkin varðar fara fram í samræmi við starfsreglur þeirra. Þetta gildir með fyrirvara um ákvæði 2., 3. og 7. mgr. Framkvæmdastjórn EB og eftirlitsstofnun EFTA eða fastanefndin, eftir atvikum, skulu skiptast á öllum upplýsingum um þessi málefni. Öllum ágreiningsefnum sem upp koma í þessu samhengi má vísa til sameiginlegu EES-nefndarinnar.

5. Skýrslugerð
Þegar framkvæmdastjórn EB eða önnur stofnun EB á, samkvæmt gerð sem vísað er til, að vinna að skýrslu eða mati eða öðru slíku, skal eftirlitsstofnun EFTA eða fastanefndin, eftir atvikum, nema annað sé ákveðið, samtímis gera, eftir því sem við á, samsvarandi skýrslu eða mat eða annað slíkt, með tilliti til EFTA-ríkjanna. Framkvæmdastjórn EB og eftirlitsstofnun EFTA eða fastanefndin, eftir atvikum, skulu hafa samráð sín í milli og skiptast á upplýsingum meðan á skýrslugerðinni stendur en afrit af skýrslunum skal senda sameiginlegu EES-nefndinni.

6. Birting upplýsinga
a) Þegar aðildarríki EB á, samkvæmt gerð sem vísað er til, að birta ákveðnar upplýsingar um staðreyndir, málsmeðferð og annað slíkt skulu EFTA-ríkin einnig, samkvæmt samningnum, birta viðkomandi upplýsingar á samsvarandi hátt.

b) Þegar birta á, samkvæmt gerð sem vísað er til, staðreyndir, málsmeðferð, skýrslur og annað slíkt í Stjórnartíðindum Evrópubandalagsins skal birta þar samsvarandi upplýsingar varðandi EFTA-ríkin í sérstakri EES-deild. (1)

(1) Í efnisyfirliti EES-deildarinnar yrði einnig vísað til þess hvar umræddar upplýsingar varðandi Evrópubandalagið og aðildarríki þess væri að finna.

7. Réttindi og skyldur
Líta ber á réttindi og skyldur aðildarríkja Evrópubandalagsins eða opinberra stofnana þeirra, fyrirtækja eða einstaklinga hvers gagnvart öðru sem réttindi og skyldur samningsaðila, og er með samningsaðilum einnig átt við, eftir atvikum, þar til bær yfirvöld þeirra, opinberar stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga.

8. Tilvísanir til yfirráðasvæða
Þegar gerðirnar sem vísað er til hafa að geyma tilvísanir til yfirráðasvæðis „bandalagsins“ eða „sameiginlega markaðarins“ ber að líta svo á, að því er samninginn varðar, að þær séu tilvísanir til yfirráðasvæða samningsaðila samkvæmt skilgreiningu í 126. gr. samningsins.

9. Tilvísanir til ríkisborgara aðildarríkja EB
Þegar gerðirnar sem vísað er til hafa að geyma tilvísanir til ríkisborgara aðildarríkja EB ber að líta svo á, að því er samninginn varðar, að þær séu einnig tilvísanir til ríkisborgara EFTA-ríkjanna.

10. Tilvísanir til tungumála
Þegar gerð sem vísað er til veitir aðildarríkjum EB eða opinberum stofnunum þeirra, fyrirtækjum eða einstaklingum réttindi eða setur þeim skyldur um notkun einhvers hinna opinberu tungumála Evrópubandalaganna, ber að líta svo á að samsvarandi réttindi og skyldur um notkun á einhverju opinberu tungumáli allra samningsaðila eigi við um samningsaðila, þar til bær yfirvöld þeirra, opinberar stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga.

11. Gildistaka og framkvæmd gerða
Ákvæði um gildistöku eða framkvæmd þeirra gerða sem vísað er til í viðaukum við samninginn eiga ekki við að því er samninginn varðar. Tímamörk og dagsetningar fyrir gildistöku og framkvæmd EFTA-ríkja á þeim gerðum sem vísað er til miðast við [gildistökudag]+) samningsins, svo og ákvæði um bráðabirgðafyrirkomulag.
*) Bókun um breytingu á EES-samningnum, 17. mars 1993.

12. Viðtakendur gerða bandalagsins
Ákvæði þar sem þess er getið að gerð bandalagsins sé beint til aðildarríkja bandalagsins eiga ekki við að því er samninginn varðar.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira