Hoppa yfir valmynd

Þjóðréttarmál

Laga- og stjórnsýsluskrifstofa sinnir málefnum á sviði þjóðarréttar þ.e. alþjóðalaga. Skrifstofan hefur umsjón með samningum Íslands við erlend ríki og gerð þeirra. Hún annast frágang og undirbýr undirritun og fullgildingu alþjóðasamninga, þ.m.t. þinglega meðferð þeirra. Skrifstofan sér um birtingu samninga í C-deild Stjórnartíðinda og útgáfu skrár um þá. Skrifstofan veitir einstökum fagskrifstofum utanríkisráðuneytisins og fagráðuneytum ráðgjöf um þjóðréttarleg atriði. Stór þáttur í starfi skrifstofunnar er hafréttarmál sem mikil áhersla er lögð á af Íslands hálfu. Hún fer einnig með önnur þjóðréttarmál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Efst á baugi

Í nóvember 2016 var lögð inn krafa af hálfu íslenskra stjórnvalda, Íslandsstofu og Samtaka atvinnulífsins hjá Hugverkastofa ESB (e. European Union Intellectual Property Office, EUIPO) um ógildingu skráningar Iceland Foods Ltd. (IFL) á orðmerkinu ,,Iceland“ í Evrópusambandinu. Krafan byggist á því að um þekkt landfræðilegt heiti sé að ræða og merkið ,,Iceland“ sé almennt, sérkennalaust og hefði aldrei átt að fást skráð.

Ógilding á skráningu orðmerkisins „Iceland“ myndi gera íslenskum fyrirtækjum kleift að fá vörumerki fyrir vörur sínar og þjónustu skráðar í aðildarríkjum ESB utan Bretlands með tilvísun til upprunalands og njóta þeirrar verndar sem slíkri skráningu fylgir. Verði orðmerkið ,,Iceland“ metið óskráningarhæft innan ESB getur enginn einn aðili fengið einkarétt á orðinu. Íslensk fyrirtæki gætu þá notað vörumerki sem innihalda orðið ,,Iceland“ innan ESB óátalið.

Málið er enn til meðferðar hjá EUIPO. Afar mikilvægt er að leiða málið til lykta svo að það haldi til framtíðar í síbreytilegu og ófyrirsjáanlegu viðskiptaumhverfi. Frekari þróun málsins veltur einnig á styrkum almannatengslum og málflutningi stjórnvalda gagnvart erlendum fjölmiðlum. Af hálfu stjórnvalda fara með málið utanríkisráðuneytið, vegna tengingar við útflutningsverslun, og atvinnuvega- og nýsköpunar¬ráðuneytið, vegna hugverkaréttinda á sviði iðnaðar. Íslensk stjórnvöld hafa vakið athygli annarra alþjóðastofnana, s.s. Evrópusambandsins og Alþjóðahugverka¬stofn¬unarinnar (e. world Intellectual Property Organization, WIPO) á málinu.

Ítarefni

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira