Hoppa yfir valmynd

Norrænt samstarf í utanríkismálum

Norrænt samstarf utanríkisráðherra er veigamikill þáttur í utanríkistengslum Íslands. Um er að ræða mikilvægan vettvang til upplýsinga- og skoðanaskipta um þau alþjóðamálefni sem eru efst á baugi, eiga samskipti við önnur og oft stærri ríki og til að stilla saman strengi í málflutningi. Þannig standa Norðurlöndin oft sameiginlega að framboðum í laus sæti og stöður hjá SÞ. Á síðustu fundum norrænna utanríkisráðherra hefur Svíþjóð, sem situr nú í öryggisráði SÞ, gert grein fyrir álitamálum á þeim mikilvæga vettvangi. Utanríkisráðherra Íslands á einnig margvíslegt tvíhliða samstarf við sín norrænu starfsystkini, sbr. fundi með utanríkisráðherra Svíþjóðar í Stokkhólmi um miðjan janúar og utanríkisráðherra Noregs í Osló í lok janúar 2018.

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna funda einnig tvisvar á ári með utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna, einu sinni undir merkjum NB8-samstarfsins og í hitt skiptið með utanríkisráðherrum Visegrad-ríkjanna: Póllands, Slóvakíu, Tékklands og Ungverjalands, á hinum svokölluðu NB8-V4 fundum. Á fundum NB8 hefur á liðnu ári m.a. verið fjallað um samskiptin við Rússland og samstarf við Eystrasaltið, um orkuöryggi og netvarnir, og á fundum NB8-V4 er fjallað um svæðisbundið samstarf í breiðu samhengi, um Evrópumál, öryggismál og viðskiptasamstarf, og annað það sem efst er á baugi hverju sinni.

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira