Hoppa yfir valmynd

Kosningaeftirlit

Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum lagt til fjölda fólks í lengri og skemmri tíma í kosningaeftirlit alþjóðastofnana, einkanlega á vegum lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu ÖSE (ODIHR).

Kosningaeftirlitinu er ætlað að tryggja frjálsar og lýðræðislegar kosningar í aðildarríkjum ÖSE, einkanlega í austurhluta ÖSE-svæðisins. Kosningaeftirlit ODIHR hefur verið afar mikilvægt fyrir eflingu lýðræðis og lýðræðislegra stofnana í aðildarríkjum ÖSE.

Íslendingar hafa tekið þátt í eftirliti með forsetakosningum og þingkosningum í allnokkrum ríkum Austur-Evrópu og Vestur-Asíu.

Til þess að koma til greina fyrir kosningaeftirlit á vegum Íslensku friðargæslunnar, þarf að sækja um skráningu á viðbragðslista friðargæslunnar, sem og á viðbragðslista ÖSE. Í viðbragðslista ÖSE þarf að veita íslenskum yfirvöldum aðgang að skráningunni.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira