Hoppa yfir valmynd

Viðbragðslisti íslensku friðargæslunnar

Íslenska friðargæslan heldur skrá yfir sérfræðinga á ýmsum sviðum sem hafa sótt um og verið samþykktir á viðbragðslista friðargæslunnar. Íslenska friðargæslan velur fólk til þátttöku í verkefnum af viðbragðslistanum og hefur umsjón með undirbúningi þeirra og þjálfun.

Opið er fyrir umsóknir á listann allt árið um kring, en starfsfólk ÍF fara yfir umsóknir með reglulegu millibili.

Almennar kröfur eru:

  • Háskólapróf, önnur sérmenntun eða sérhæfð þekking og reynsla
  • Mjög góð enskukunnátta
  • Kunnátta í öðrum tungumálum, s.s. frönsku, arabísku og rússnesku er æskileg
  • Þekking og/eða reynsla af störfum við neyðar- og mannúðarmál er æskileg 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Þolgæði undir álagi
  • Öguð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Hæfileiki til aðlagast nýjum aðstæðum og frumstæðu vinnuumhverfi

Miðað er við að umsækjendur á viðbragðslista friðargæslunnar séu íslenskir ríkisborgarar, hafi náð 25 ára aldri og séu með hreint sakavottorð.

Umsækjendur þurfa að gera grein fyrir í hvers konar verkefni þau bjóða sig fram en störf á vegum Íslensku friðargæslunnar eru almennt þrennskonar: mannúðaraðstoðarverkefni, verkefni á sviði öryggis- og varnarmála, og kosningaeftirlit. 

Þeir sem vilja koma til greina fyrir kosningaeftirlit þurfa einnig að búa til skráningu á viðbragðslista ÖSE. Frekari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna á síðu okkar um kosningaeftirlit og á mínum síðum

Opið er fyrir umsóknir á listann Mínar síður. Athugið að þeir sem samþykktir eru á viðbragðslistann þurfa að staðfesta áframhaldandi skráningu sína ári eftir að þeir eru samþykktir á listann. Að öðrum kosti fellur skráningin úr gildi. Sjálfvirk áminning um endurnýjun verður send með tölvupósti áður en tímabilinu lýkur. 

Í gegnum Mínar síður hafa umsækjendur aðgang að sinni skráningu og geta uppfært hana eftir hentugleika. Við hvetjum þá sem hafa búið til aðgang um að endurskoða reglulega og uppfæra skráðar upplýsingar eftir því sem við á.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 1.12.2020
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira