Hoppa yfir valmynd

Samningar við grannríki

Ísland og Noregur undirrituðu í apríl 2007 tvíhliða rammasamkomulag um samstarf á sviði öryggismála, varnarmála, viðbúnaðar og leitar og björgunar. Þann sama dag undirrituðu Ísland og Danmörk yfirlýsingu um samstarf ríkjanna um öryggis- og varnarmál og almannavarnir. Í samkomulaginu og yfirlýsingunni er vísað til aðildar Íslands, Noregs og Danmerkur að NATO og þeirra skuldbindinga sem af því leiða. Tilgangur samkomulagsins og yfirlýsingarinnar er að staðfesta sameiginlega hagsmuni og framtíðarsýn ríkjanna varðandi öryggismál á Norður-Atlantshafi. Unnið er að útfærslu einstakra verkefni. Ísland gengur til þessa samstarfs með það að markmiði að leggja sitt af mörkum til sameiginlegs öryggis eins og aðrar þjóðir. Þá undirrituðu Ísland og Noregur sameiginlega yfirlýsingu um öryggis- og varnarmál sem áréttar gagnkvæmar skuldbindingar ríkjanna og áhuga á að kanna frekari tækifæri til að auka samvinnu á sviði öryggis- og varnarmála.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira