Hoppa yfir valmynd

Varnarmálalög

Utanríkisráðherra og innanríkisráðherra gerðu með sér samkomulag  hinn 11. desember 2010 við niðurlagningu Varnarmálastofnunar Íslands og breytingum á varnarmálalögum þar að lútandi.  Samkomulagið, sem þó telst tímabundin ráðstöfun, felur í sér að Landhelgisgæsla Íslands yfirtók nær öll meginverkefni Varnarmálastofnunar, þ.m.t. rekstur íslenska loftvarnarkerfisins, þátttöku í samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins, undirbúning og umsjón varnaræfinga og framkvæmd gistiríkjastuðnings. Embætti ríkislögreglustjóra tók einnig við verkefnum frá Varnarmálastofnun, líkt og útgáfu öryggisvottana og úrvinnslu upplýsinga.

Varnarmálalögum var breytt á ný í september 2011  í tengslum við setningu nýrra laga um Stjórnarráð Íslands. Í nýjum forsetaúrskurði nr. 125/2011 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta er áfram kveðið á um að pólitískt forræði varnarmála liggi hjá utanríkisráðherra. Eftir sem áður munu Landhelgisgæslan og embætti ríkislögreglustjóra áfram sinna framkvæmd hinna varnartengdu verkefna sem áður lágu hjá Varnarmálastofnun.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira