Hoppa yfir valmynd

Barnahjálp SÞ (UNICEF)

Almennt

Hlutverk Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna er að bæta hag barna, ungs fólks og kvenna. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er grunnurinn að starfi stofnunarinnar. Styrkur UNICEF felst í kraftmiklu starfi á vettvangi í 190 löndum, bæði í þróunarríkjum og með starfsemi landsnefnda.

UNICEF hefur mikla reynslu af starfi meðal ungs fólks og kvenna sem miðar að því að tryggja félagsleg réttindi þeirra. Starfsemi UNICEF er í eðli sínu þverfagleg en mikil áhersla er lögð á verkefni á sviði heilbrigðismála, menntamála og neyðaraðstoðar, auk þess sem umbætur í hreinlætismálum eru á forgangslista stofnunarinnar.

Efst á baugi

Á síðastliðnu ári veitti Ísland framlag til heilbrigðisverkefna Barnahjálpar SÞ (e. UN Children´s Fund, UNICEF) í Palestínu og til vatns- og hreinlætisverkefna í Mósambík. Áfram voru veitt framlög til samstarfsverkefnis UNICEF og UNFPA sem hefur að markmiði að uppræta limlestingar á kynfærum kvenna og stúlkna í 17 löndum í Afríku en áætlað er að meira en 200 milljónir kvenna hafi þurft að þola þessa meðferð. Ísland er eitt af átta gjafaríkjum þessa verkefnis sem hefur verið starfrækt frá árinu 2008 en í febrúar sl. undirritaði utanríkisráðherra samstarfssamning um stuðning við verkefnið til næstu fjögurra ára. Þá veitti Ísland kjarnaframlag til UNICEF en gert er ráð fyrir að þau framlög hafi náð til milljóna barna víðsvegar um heiminn. Kjarnaframlagið frá Íslandi og öðrum löndum nýttust til að mynda til að bregðast við flóttamannastraumnum í Úganda, bólusetja börn í Nígeríu gegn mænusótt og tryggja börnum í Eþíópíu aðgengi að hreinu vatni.

Í gildi er rammasamningur milli íslenskra stjórnvalda og UNICEF, sem veitir heildstæða umgjörð um samstarfið, en þar er m.a. gerð grein fyrir verklagi, skýrslugjöf, eftirliti og úttektum. Þá er í gildi samstarfssamningur utanríkisráðuneytisins og landsnefndar UNICEF fyrir 2017-2019 sem felst, auk kynningarstarfa, m.a. í því að landsnefndin veiti útsendum sérfræðingum fræðslu áður en þeir hefja störf á vettvangi. Þegar framlög ríkisins og landsnefndar eru lögð saman var Ísland fjórða stærsta gjafaríki UNICEF árið 2016 miðað við höfðatölu.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira