Hoppa yfir valmynd

Kynningarmál

Sérstök áhersla er lögð á að miðla upplýsingum um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til almennings enda er ljóst að þeim verður ekki náð án víðtækrar þátttöku almennings, atvinnulífs, fræðasamfélags og grasrótarsamtaka.

Í mars 2018 fór af stað kynningarherferð á öllum helstu miðlum landins um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Markmiðin boða framfarir á öllum helstu sviðum samfélagsins á heimsvísu og því miðaði herferðin að því að greina frá nokkrum góðum fréttum úr framtíðinni, gangi markmiðin eftir.

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir aðra kynningarherferð á Heimsmarkmiðunum. Kastljósinu verður að þessu sinni beint að þróunarsamvinnu Íslands. Gerð verður heimildarmynd um ungmenni sem ferðast til þróunarríkis, Úganda, og upplifir heiminn á annan hátt en við gerum á Íslandi. Þættirnir verða sýndir í sjónvarpi RÚV auk þess sem efni verður miðlað á samfélagsmiðlum. 

Hér má nálgast merki Heimsmarkmiðanna í góðri upplausn.

Upplýsingafulltrúi Heimsmarkmiðanna er Áslaug Karen Jóhannsdóttir, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu.

 

              

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira