Hoppa yfir valmynd

Verkefnastjórn Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

 Verkefnastjórn Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hefur ritað skýrslu um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum á innlendum og erlendum vettvangi. Í skýrslunni eru kortlögð helstu verkefni, áætlanir og áskoranir stjórnvalda gagnvart tilteknum markmiðum en á grunni þeirrar vinnu leggur verkefnastjórnin jafnframt fram forgangsmarkmið sem munu vísa stjórnvöldum veginn við innleiðingu markmiðanna næstu árin.

Forræði og utanumhald með eftirfylgd Heimsmarkmiðanna hérlendis er á hendi verkefnastjórnar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Verkefnastjórnin er leidd af forsætisráðuneytinu í nánu samstarfi við utanríkisráðuneytið. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að skipa nýja verkefnastjórn með fulltrúum frá öllum ráðuneytum Stjórnarráðsins ásamt fulltrúum frá Hagstofu Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þá er einnig lagt til að ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og Félag Sameinuðu þjóðanna eigi þar áheyrnarfulltrúa og taki virkan þátt í vinnu verkefnastjórnarinnar þegar það á við.

Meginhlutverk verkefnastjórnarinnar er að greina stöðu Íslands gagnvart undirmarkmiðum Heimsmarkmiðanna og að rita fyrrgreinda stöðuskýrslu til ríkisstjórnar með tillögum að forgangsröðun markmiða og framtíðarverklagi fyrir innleiðingu markmiðanna. Þá hefur hún jafnframt umsjón með kynningu á markmiðunum innanlands, í samvinnu við upplýsingafulltrúa, og einnig kynningu á innleiðingu Íslands á markmiðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Fanney Karlsdóttir, sérfræðingur hjá forsætisráðuneytinu, er formaður verkefnastjórnarinnar. Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við hana í gegnum fanney.karlsdottir[hja]for.is

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira